Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.07.1931, Page 15

Sameiningin - 01.07.1931, Page 15
205 Á ýmsan hátt er viÖ þaS leitast at5 koma kristinclóminum inn í líf háskóla vorra. Hin kristilega stúclenta hreyfing og K.F.U.M. (Y.M.C.A.) hafa myndaÖ félög i því augnamiði meÖal lærdóms- manna í nokkrum hinna stærri háskóla. En þó sú viðleitni hafi reynst fjölda stúdenta nytsöm, flytur hún ekki þrótt trúarlífs kirkjunnar inn í starf háskólanna, og þorri nemenda lítur á þaÖ starf sem utanskóla áhrif ætluð úrvali lærdómsmanna. SíÖustu ár hafa háskólarnir í Chicago og Yale bygt í sam- bandi viÖ skólana fagrar kirkjur aÖ dæmi margra hinna eldri háskóla. Þeim kirkjum þjóna viðurkendir lærdómsmenn og leiðtogar. En þó þetta starf sé hjálparmeÖal og hljóti að hafa víðtæk áhrif til góðs, eru þessar kirkjur, kennimenn og starf þeirra þó ekki samvaxið daglegu lífi stúdenta og geta því ein- ungis veitt takmarkaða hjálp. í hið minsta hefir ein kanadisk kirkjudeild fylgt þeirri reglu, að stofna prestaskóla með heimili fyrir nemendur við hvern háskóla landsins. Gefur þetta guðfræðinni sýnilegan þátt í skipulagi skólans, en þó nær þetta einungis til nokkurs hluta af nemendum þessarar kirkjucleildar. Almennust er sú aðferð, einkum innan Bandaríkjanna, að stofnsetja undirbúningsskóla og mentaskóla, er standa beinlínis undir yfirráðum kirkjunnar. í þeim skólum er kristindómurinn einn þáttur námsins, og það sem er enn þýðingarmeira, að alt námið er snortið af lífsskoðun kirkjunnar, er um skólann annast. Stór gagn er æskulýð skólanna unnið, ef valdir eru í kennara- stöður góðir lærdómsmenn með einlæga kristna lífsskoðun, er ná hylli og eignast kærleika nemendanna. Á þann hátt er ung- dómurinn bezt studdur á hættuskeiði vaxtaráranna, er þekkingin víkkar sjóndeildarhringinn, svo hvorki tapi hinir ungu heilbrigðri kristindómsþekking né dimmi yfir barnatrú þeirra. Stofnun, sem Jóns Bjarnasonar skóli, studdur með fé og bænum hinnar miklu sögulegu kirkju, og sem þjónar og bætir úr þekkingarlegri og kirkjulegri þörf þeirra, af grein hins fræga kynstofns (íslendinga) er í Kanada dvelja, getur orSið til ómetan- legrar blessunar fyrir framtíðar heill Kanada og heimsins, því eg, sem er meðlimur annarar kirkjudeildar, ber samúðarfullan áhuga fyrir hinu göfuga augnamiði skólans; kennarar virðast uppfylla þau skilyrði sem nefnd eru að framan og verk skólans verðskuldar það öndvegi, er hann skipar i hjörtum stuðnings- manna sinna. —/. A. S.

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.