Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.07.1931, Qupperneq 18

Sameiningin - 01.07.1931, Qupperneq 18
208 júlí 1930 yrði starfstími séra Carls J. Olson á enda hjá presta- kalli hans í Vatnabygðum i Saskatchewan, nema eitthvað skipaðist um. Erindrekar frá iþeim söfnuðum á kirkjuþing- inu létu í ljós, að ekki mundi vonlaust að sameina krafta til að halda séra Carli við þjónustu í bygðinni. út af þeim og öðrum ummælum lofaðist forseti til að heimsækja bygðina, o!g varð af því í júlímánuði. Flutti hann þar þrjár guðsþjón- ustur og tvo fyrirlestra. Átti einnig fund með fulltrúum safnaðanna. Kom þá í Ijós, að engin ráð voru til þess að festa séra Carl í ibygðinni eða á annan hátt að tryggja henni þjón- ustu í bili, nema hvað áhrærði að reyna að fá séra Valdimar J. Eylands til að starfa þar einn mánuð að haustinu—október- mánuð. Gerði hann það og var starf hans vel þegið, en kom ekki að fullum notum fyrir óhagstæða tíð. í millitíð fór pen- ingakreppan vaxandi, og það svo, að söfnuðurnir hafa ekki treyst sér til neinna framkvæmda. Annars tel e!g líklegt, að þeir hefðu sent séra Valdimar köllun. — í júlímánuði fór séra Carl í bráðabirgðarnþjónustu hjá Central Lutheran Church í Seattle, og var síðan kallaður þangað til fastrar þjónustu. Flutti hann þangað alfarinn með fjölskyldu sína síðastl. haust. Hefir þjónað þar síðan við ágætan orðstír. Er þannig horf- inn úr kirkjufélagi voru mjög hæfur kennimaður, sem við máttum illa við að missa. En eg veit, að það er oss öllum gleðiefni, úr því að vér bárum ekki gæfu til að njóta hans 'góðu krafta, að hann hefir hlotið svo virðulega stöðu og er vel metinn. Árnum vér honum allra heilla og blessunar Drottins. Þann 5. maí síðastl. andaðist að heimili sínu að Lundar séra Hjörtur J. Leó, úr innvortis meinsemd, er tók að þjá hann síðastl. sumar. Leitaði hann sér lækninga nær og fjær, en alt reyndist árangurslaust. Er með honum fallinn einn mesti hæfileika, lærdóms o!g mælskumaður meðal Vestur-íslendinga. Hann var yfirburða kennari, atkvæðamikill og vinsæll prest- ur, skáldmæltur vel og hinn fjölhæfasti í hvívetna. Að missa hans við á bezta aldri, er ómetanlegt tjón kirkju vorri og kristilegum málum. Er sár harmur kveðinn að ekkju hans, frú Stefaníu, og ungum syni, söfnuðum hans og öllu venzla- fólki. Vér minnumst vors ágæta, látna starfsbróður með þakklátum hug til Guðs fyrir þau tuttugu og tvö ár, er félag vort naut hans sem starfandi prests, og ástvina hans með innilegri hluttekningu og fyrirbæn í þeirri sáru eldraun, sem yfir þá hefir Igengið. Eins og til stóð, lét séra Kristinn K. Ólafson af þjónustu hjá söfnuðunum í Argyle um miðjan ágúst, og flutti búferlum með fjölskyldu sinni til Seattle, Wash. Tók hann við þjón- ustu hjá Hallgrímssöfnuði í byrjun september. Síðan um ný- ár hefir hann einnig verið kennari við Pacific Theological

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.