Sameiningin - 01.07.1931, Qupperneq 26
216
Nokkrar stuttar ræður voru fluttar milli söngvanna. Séra H.
Sigmar skipaÖi forsæti. Aðsókn var afar mikil.
Elkki voru veðurhorfur góðar á mánudagsmorguninn. Þykk-
viðri grúfÖi yfir, og annar regndagur virtist í aðsigi. En sem
betur fór rofaði til er fram á leið. Var nú komið saman um kl.
ii f. h. til að ljúka því er fram átti að fara á laugardaginn. Var
nú samkomustaðurinn í skógarlundinum á Grund, í nánd við
samkomuhúsið “SkjaldbreiS.” Hafði þar verið gerður mikill
viðbúnaður. Meðal annars hafði þar verið reistur bjálkakofi
með torfþaki í sniði því sem tíðkaðist á frumbýlingsárunum, og
var þar að líta mikið af menjum og áhöldum frá þeirri tíð. Var
hann prýddur fjölda af myndum af elztu landnemum. Vakti
þetta alt hina mestu athygli.
F'rumherjar skipuðu heiðurssess þennan dag. Fyrst voru
þeir, ásamt öðrum heiðursgestum, við sérstakt borðhald í hinum
forna samkomusal “Skjaldbreið.” Prýddi þar borðið með öðru
afmæliskaka með fimtíu kertum. Hlaut frú Arnbjörg Johnson
það hlutverk að skera kökuna. Síðar skipuðu frumherjar sæti
á ræðupallinum. Er fylking hinna fyrstu landnema mjög farin
að þynnast, eins og von er til, en furðu unglegir voru margir þeir,
er enn voru í hópnum. Mintu þeir vel á mannval það, er lagði
grundvöll bygðarlífsins.
Kl. i e. h. byrjaði hin vandaðasta skemtiskrá. Eúðraflokkur
úr bygðinni, söngflokkur, ræðumenn og skáld skiftúst á að veita
fjölbreytta skemtun. Séra Egill tilkynti að dr. B,. B. Jónsson
stýrði þessum hluta hátíðahaldsins. Þessi voru minnin, er flutt
voru: ‘“Minni frumherjanna,” dr. B. B. Jónsson; “Minni bygð-
arinnar,” séra H. Sigmar; “Minni íslands,” séra K. K. Ólafson;
“Minni Canada,” dr. J. Stefánsson; og auk þess fluttu ávörp tveir
virðulegir gestir, Ivan Schulz, þingmaður þess kjördæmis á Mani-
tobaþingi, er mestur hluti bygðarinnar tilheyrir, og mentamála-
ráðherra Manitobafylkis, Hon. R. A. Hoey, er kom sem málsvari
stjórnarinnar. Frumort kvæði voru lesin af séra J. A. Sigurðs-
syni og séra Agli Fáfnis. Hr. E. P. Jónsson las minni bygðar-
innar í ljóði eftir frú Jakobínu Johnson. Séra Egill las einnig
frumort kvæði eftir Sigurð Jóhannsson. Hið eina sem spilti
þessari ágætu skemtun voru nokkrir regnskúrir, er skullu á í
miðjum ræðum, og gerðu erfitt fyrir. Urðu líka til þess að ekkert
varð úr skrúðför og minna af íþróttum. En slíkt eru smámunir,
þar sem alt var gert af slíkum myndarskap og hepnaðist svo vel.
Mun það hafa verið einróma álit að hátíðin hafi verið að öllu
leyti samboðin hinni fögru Argyle-sveit og sögu hennar, sem
verið var að minnast. —K. K .6-