Sameiningin - 01.07.1931, Page 31
221
Tima dr. Knubels er skift þannig: Hann prédikar í 20 mín-
útur; ver 20 mínútum til að svara spurningum, er ósýnilegir áheyr-
endur senda honum til úrlausna, og 20 mínútum er varið til lof-
söngva.
Er þetta verðskulduS vi'Öurkenning á erindi því, er lútersk
kirkja flytur hérlendu þjóðlífi. Sömuleiðis er það fágætur vegs-
auki dr. Knubel er hann á fyllilega skilinn.
Eins og sakir standa á fregn þessi erindi til vor íslendinga.
—/. A. S.
Úr gömlum dagbókum
Eftir séra Sig. S. Christophersan
II.
Eg mintist á það við Friðrik, að augu hans væru vel fallin
til þess að athuga orustur og orustuvelli. Hann svaraði brosandi
að fleira væru orustuvellir en þau svæði, þar sem að lægju manna-
bein, hvít og skinin. Féll hann þá í þungar hugsanir. Það var
eins og augu hans litu inn í aðra heima.
En eg byrjaði aS segja frá ömmu okkar, en nú er eg alt í
einu farin að tala um Friðrik. Eg er farin að halda að það verði
upphaf og endir á öllum mínum skrifum. Eriðrik hefir verið
mér til þessa allur heimur, eða því sem næst. Skyldi það vera
þess vegna, að hann er nú að fara frá mér. Það er kenning munk-
anna, að við megum ekki elska neinn um of. Við fórum einu
sinni að heimsækja Agnes frænku. Hún er eina móðursystirin,
sem eg á, og er nunna í klaustrinu við Nimptschen. Eg var að
dást að blómunum í klausturgarðinum; þá sagði hún við mig:
“Else litla, viltu ekki koma og vera hjá mér og verða ein af
systrunum, sæl og ánægð?”
Eg spurði hvers systir eg ætti að verða. Eg sagðist vera
systir hans Friðriks, og spurði hvort hann mætti koma með mér.
Hún sagði að Friörik gæti gengið í klaustrið við Eisenach. Þá
færi eg þangað með honum, sagði eg. Við erum systkin og eg
■\'il ekki fara neitt án þess að hann komi með mér.
Agnes leit til mín kuldalega og sagði með alvöru og með-
aumkun: “Vesalingurinn litli; hún líkist móður sinni, hún byrjar
snemma á því, að gera menn að átrúnaðargoðum. Hún á eftir
mikið að læra. Guð leyfir enga hjáguði.”
Langt er síðan að þetta bar við; samt man eg það eins og