Sameiningin - 01.07.1931, Side 34
224
er snjóhvítt. Augun hennar dökk, en glansandi, full af fjöri.
Yfirbragð ömmu minnir á hús, sem hefir j>ak hvítt af snjó, en er
hlýtt innan veggja af glampandi arineldi.
Friðrik segir, að það sé eins og hjarta hennar tilheyri sumr-
inu, og vetur ellinnar fái aðeins náð til líkamans.
Eg hygg, að sumar það, sem lykur sál hennar ömmu, sé
nokkuð misveðrasamt, og bæði eldingar og heitir sólskinsdagar
séu einkenni þess sumars. Priðrik heldur því fram, að við mun-
um þekkja ömmu á upprisudeginum af augnaráðinu, þótt það
verði ef til vil lítið eitt blíðara en nú er. Mér finst þetta óttaleg
tilhugsun, og svo fjarlæg, að mér fellur illa að hugsa um þetta.
Við þrætum stundum um það, hverjum dýrlingnum amma sé lík.
Eg held hún líkist ()nnu, móðir Maríu meyjar. Friðrik segir hún
sé lík Katrínu helgu frá Egiptalandi, því hann segir amma sé
eins og drotning.—(Framh.).
Dr. Natan Söderblom erkibiskup í Svíþjóð
látinn
Hér er einungis unt aS geta um fráfall þessa stórmennis.
Hann andaðist sunnudaginn 12. júli síðastliðinn.
Síðari árin kendi hann sjúkdóms er eigi var unt að ráða bót á.
Óefað var Natan Söderblom einn hinn víðfrægasti lei'Stogi
lúterskrar kirkju á þessari öld. Gáfur hafði hann þegið bæði frá-
bærar og f jölhæfar. Á öllum heimsþingum lúterskra manna síðari
árin, sópaði hvað mest að hinum andríka erkibiskupi Svía.
Hann hafði prédikað, kent og stjórnað, og þótti fara alt
jafnvel úr hendi.
Viðförull var hann einnig og för hans til Ameríku fyrir nokk-
urum árum var fræg sigurför.
Efalaust er fráfall Söderldoms erkibiskups harmsefni öllum
heimi, en þó einkum ættþjóð hans og kirkju.
—/. A. S.