Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.05.1933, Page 18

Sameiningin - 01.05.1933, Page 18
92 föðurorð, en ])að birti líka í bygð og hjörtum mannanna við ]>au. Og hvílík páskahátíð á vori eilífðarinnar, í Ijósi Guðs við faðmlög ástvina vorra! Hví ekki, íslenzku vinir, allir að komast nú út úr vetrar- ríki kulda og eigingirni og efa, úr dauðanum, og opna í alvöru hjörtun fyrir slíkri vordýrð upprisu og eilífs lífs? —J. A. S. (Þessi ræða var þegar stílsett til hirtingar í maí blaði “Sam.” er hið sviplega fráfall höfundarins bar að. Er hún nú birt að honum látnum, og verður þannig síðasta kveðjuorð hans til kristinna íslendinga. Veit eg að þessu fagra erindi verður fagnað mjög af vinum hins látna og kristindómsvinum alment.—Iv. K. ó.) Spurningar og svör viðvíkjandi sambandi við UNITED LUTHERAN CHURCH 1N AMERICA. Eftirfylgjandi spurningar voru sendar dr. Knubel, forseta U.L.C.A. af forseta kirkjufélagsins íslenzka, og hefir hann svarað þeim á þá leitS er hér greinir: i. Mundi íslenzka kirkjufélagið, við að sameinast U.L.C.A., gefa upp nokkuð af núverandi sjálfstæði sínu hvað snertir notkun tungumála í guðsþjónustu og starfi sínu eða í því að nota sitt eigið guðs- þjónustuform og kirkjusiði (mini- sterial acts) ? Svar: íslenAka kirkjufélagið mundi ekki gefa upp neitt af núver- andi sjálfstœði sínu hvað snertir notkun tungumála í guðsþjónustum og starfi sínu né h.vað snertir guðs- þjónustuform og kirkjusiði. Á- kveðnar skjalfestar samþyktir U.L C.A. gefa tryggingu hvað þetta snertir. 2. Hvaða sjóðir yrðu sameigin- legir, ef kirkjufélagið gengi inn (í U.L.C.A.), og hvaða sjóðir til- heyrðu kirkjufélaginu sérstaklega og væru undir yfirráðum þess? Svar: Engir sjóðir yrðu sameig- inleg eign U.L.C.A. og íslenzka kirkjufélagsins. Islenzka kirkjufé- lagið mundi gegnum féhirði sinn framvísa til féhirðis U.L.C.A. öllum tillögum til almennra velgjörðamála kirkjunnar. (Þar í teldust tillög til trúboðs, bæði erlends og heimafyrir, og annara starfsmála U.L.C.A. —■ K. K. Ó.) íslenzka kirkjufélagið héldi öllu fé er inn kæmi fyrir hið sérstaka starf kirkjufélagsins. Hvað áhrærir heimatrúboðsstarf þá mundi

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.