Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.06.1934, Síða 3

Sameiningin - 01.06.1934, Síða 3
ii>ametnmgtn Mánaðarrit til stuðnings JdrJcju og kristindómi íslendinga gefið út af Hinu ev. lút. kirhjufélagi ísl. í Vesturheimi. Ritstjórar: Séra Kristinn K. Olafson, 3047 W. 72 St., Seattle, Wash., U.S.A. Séra Guttormur Guttormsson, Minneota, Minn., U.S.A. Féhirðir: Mrs. B. S. Benson, 695 Sargent Ave., Winnipeg, Man. XLLX. WINNIPEG, JÚNí, 1934. Nr. 6. Kriátileg fyrirgefning Ein af höfuðkenningum Krists er að menn eigi að fyrir- gefa misgjörðir. Hann hélt því fram að þannig ættu læri- sveinar hans að koma fram gagnvart öðrum. Hann sýndi að það var Guðs aðferð í viðureigninni við öfl syndarinnar. Og hann hvatti fylgjendur sína til a nota sömu aðferð. “Því að ef þér fyrirgefið mönnunum misgjörðir þeirra, þá mun vðar himneski faðir einnig fyrirgefa yður. En ef þér fyrirgefið ekki mönnunum þeirra misgjörðir, mun faðir yðar ekki held- ur fyrirgefa yðar misgjörðir.” (Matt. 6, 14-15). Er hann er spurður hve oft að maður eigi að fyrirgefa, og hvort ekki sé nóg að gera það sjö sinnum, svarar hann hiklaust: “Ekki segi eg þér: a!t að sjö sinnum, heldur alt að sjötíu sinnum sjö.” Jafn skýlaus er dæmisagan af hinum skulduga þjóni. Þar blasir við takmarkalaus fyrirgefning Guðs og krafan, sem hún gerir að mennirnir fyrirgefi hver öðrum. í dæmi- sögunni af hinum glataða syni er augljóst að í hjarta föðurs- ins er ætíð fyrirgefning en að öll hindrun á því að hún verði að liði er frá mannanna hálfu. Svo er áminningin að sýkna en sakfella eigf Einnig að láta ekki sitja við ávítun gagnvart bróður sínum brotlegum, heldur að mæta iðrandi hug með fyrirgefningu hvað oft sem hún þurfi að endurtakast. Hann hughreystir hinn þjakaða: “Þínar syndir eru þér fyrirgefn- ar,” en afhjúpar harðýðgi og hræsni þeirra miskunnarlausu: “Sá yðar, sem syndlaus er, kasti fyrstur steini á hana.” Öll kenning hans og framkoma er í samræmi við bæn hans fyrir

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.