Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.06.1934, Blaðsíða 7

Sameiningin - 01.06.1934, Blaðsíða 7
inn liggur einhvernsstaðar í því sem mannlegt er; það eru ófullkomleikar einhverjir, bæði hjá kennimanninum og safn- aðarfólkinu. Um þetta hefir oft verið talað áður, vitaskuld, og mikið að því fundið. Og til hvers er þá að bera í bakkafullan læk- inn? Geta ekki prestar og leikmenn átt með sér hróðurlegt samtal og fundið ráð til þess að laða fólkið að kirkjunni? Ofurlítil breyting á messutíma, tilheiðslusniði, já, og á ræðu- sniði hjá prestinum, hefir stundum lagað messusóknina heil- mikið. Og leikmönnum þarf að skiljast það, að það er talsvert mikið undir þeim komið, livort messan er aðlaðandi eða ekki. Eftir því sem tilbeiðsluandinn er hetur lifandi á meðal fólks- ins, ei'tir því verður guðsþjónustan öll áhrifameiri og erindið andríkara, sem presturinn flytur. Alveg eins og kennimaður- inn á að hal'a og hel'ir áhrif á fólkið, eins hefir fólkið áhrif á kennimanninn. Honum er ótrúlega mikill styrkur i öllum sýni- legum ávöxtum viðleitni sinnar, í vináttu fólksins og líflegu samStarfi, bæði innan kirkju og utan. En ef alt er helfrosið í kringum hann, hver getur þá gefið honum það að sök, þótt hann frjósi sjálfur inni, þegar fram líða stundir? . Þá eru sunnudagsskólarnir. Er nógu margt af reyndu og rosknu fólki í kennara-embættum þar, eða er það að kom- ast í hefð hjá oss, að unglingarnir nýlega fermdir hafi allan veg og vanda af starfinu? Um það er vert að hugsa. Og' eins hitt, hvort öll fyrirhöfnin komi þar að tiltölulega góðum not- um. Gætu ekki börnin hæglega vitað miklu meira um ritn- inguna, um kristna kirkju, um trúaratriðin sjálf, heldur en þau nú vita víðast hvar hjá oss á fermingaraldri? Tækin eru við höndina, skólarnir víða lil—þótt þeir gæti auðvitað verið miklu fleiri. Og fólkið, sem fyrir því verki stendur, hefir i mörgum tilfellum lagt heilmikið á sig og haldið áfram har- áttunni með fráhærri trygð og fórnfýsi, þrátt fyrir annmark- ana. Það vantar ekki annað en einhvern herzlu-mun, ein- hvers konar sameiginlega sókn fram að ákveðnu marki, til þess að árangurinn geti orðið miklu meiri og betri, heldur en hann hefir verið hingað til. Ritstjórnargrein í Bjarma-blaði nýkomnu minnist á heimilisguðræknina, og segir, að hún sé nú að mestu faílin úr tízku hjá íslendingum, hæði austan hafs og vestan. Þetta er hverju orði sannara, því miður, um vestræna hópinn að minsta kosti. Vanrækslan er orðin býsna almenn og rótgróin hér. Fyr á árum var stundum vandað um þennan hrest; en í seinni tíð hefir verið minna um hann talað. Það er eins og

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.