Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.06.1934, Page 8

Sameiningin - 01.06.1934, Page 8
86 meim hafi gefið upp vonina um að nokkuð verulegt verði við þessu gjört. En hví þá það? Er það nú alveg víst að ekkert sc hægt að gjöra? Sé ekki hægt að fá almenning til að kippa þessu í liðinn, svona alt í einu, þá getur að minsta kosti góður hópur manna haft samtök með sér; gengist inn á að reisa við aftur heimilis altarið; valið eða látið velja fyrir sig kafla úr ritningunni til daglegs lesturs, og önnur tilbeiðslutæki eftir hentugleikum; fengið leiðbeiningu hjá prestunum og hjá hlaði kirkjufélagsins,—í einu orði sagt, hætt að kvarta, en haldið hugmyndinni á lofti í verkinu. Það sem vantar er að fáeinir taki sig saman. Og ef tilraunin skyldi mishepnast, þá eru menn ekki ver farnir en þeir voru áður að öllu ó- reyndu. Þar er engu hætt lil; en ef eitthvað vinst á, ])á er það hreinn gróði. Lang bezti félagsskapurinn í flestum söfnuðum er kven- félagið. Ef sá hópur legði niður starfið, þá væri margur söfn- uður í lífsháska, eins og félagsmálum er nú háttað hjá oss. En hví þurfa fjármálin að hvíla svona þungt á herðum kvenn- anna? Myndi ekki safnaðarlífið auðgast heilmikið, ef kven- félögin gæti tekið sér ofurlitla hvíld frá þessum fjársöfnunar- verkum og snúið sér meira að andlegu málunum? Margar kvenfélagskonur hafa ]>egar komið auga á starfssvið mikið i þeirri átt; en annirnar gömlu standa þar í veginum. Fjár- þörfin kallar eftir. Setjum svo að kvenfélögin gæti tekið að sér að efla kirkjusókn og heimilisguðrækni; gengist fyrir að auka þekkingu á einhverjum kristindómsmájum, bæði í sín- um hópi og eins á meðal safnaðarfólksins, eða tækist eitthvað annað á hendur, sein að andlegum málum lýtur, og gengi til starfsins með sömu eljunni, sem þau beita nú við fjármálin— hver efast þá um, að þeim myndi verða heilmikið ágengt? Auðvitað er ekki þar með sagt, að konurnar einar ætti að hafa andleg mál til meðferðar—auk prestsins. En reynsl- an hefir sýnt að þar sem þær taka til starfs, þar kemst eitt- hvað í framkvæmd. Um unglingastarfið má auðvitað segja heilmikið. Sá þáttur kirkjulífsins hefir einhvern veginn átt í erfiðleikum frá upphafi. Mikið er búið að kvarta yfir öllum annmörkum þar. Og alt af hafa ungmennin þörf á upphvatningu. En svo er til önnur hlið á því máli, sem eldra fólkinu hættir til að gleyma: “Eigi mun skutrinn eptir liggja ef allvel er róit fram í,” sagði Grettir Ásmundarson. Það var orð og að sönnu. Vér megum ekki búast við miklu af unglingunum, hvorki í félagsmálum eða nokkru öðru, nema þau sjái fyrir

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.