Sameiningin - 01.06.1934, Síða 9
87
sér gott eftirdæmi hjá hinum eldri, sem eiga að vísa þeim
leiðina. Ef félagslífið er vel kristið, aðlaðandi, tápmikið
fjölskrúðugt, hjá þeim sem rosknir eru, þá þarf litlu að kvíða
uin ungmennin, hvort sem sérstakur félagsskapur þróast vel
á þeirra slóðum eða ekki.
Það er ekki aðeins af eiginni þörf, heldur vegna barn-
anna, að kristnir fslendingar þurfa nú að glæða sem allra
mest andlega lífið hjá sjálfum sér. Kristindómurinn á í
hörðu stríði nú, og baráttan verður líklega ekki vægari þegar
na>sta kynslóð tekur við. Hún þarf að eiga sterkan bakhjall
í dæmi feðra sinna—fólksins, sem nú lifir.
Fimtíu ára afmæli kirkjufélagsins er nú ekki langt undan
landi. Væri ekki dýrmætt að geta húið sig undir þann minn-
ingadag með sannri vakningu andans og framför á öllum
sviðum vors kirkjulega lífs?
G. G.
Að sýna börnin
Eftir Claire Stewart Boijce.
Mesti óréttur, sem foreldri getur gert velgefnu barni, er
að láta það sýna yfirburði sína. Það er eðlilegt að foreldrar,
sem eiga yfirburða börn, séu stolt af því hve bráðþroska þau
eru. En áreiðanlega ætti þessi metnaður að geta verið kyr-
látur ylur inni fyrir, fremur en löngun til þess að boða heim-
inum þroska þeirra og getu. Að minsta kosti er það miklu
betra fyrir barnið. Metnaðargjarnir og bráðlátir foreldrar
gera sig seka í því óafvitandi að þrýsta fram barninu í viður-
vist ættingja og vina, áður en það er til þess búið að koma
þannig fram. Þetta er þvingandi og skaðlegt fyrir flest vel
gefin börn. Þau finna til vanmáttar síns en eru að eðlisfari
mjög viðkvæm. Þau eru hrædd við að bregðast vonuin ann-
ara í framkomu sinni, Ef gengið er eftir barninu ineð gælum,
eða það er keypt með loforðum, eða því er ögrað með tilliti
og fasi, getur farið svo að það fái óhug bæði á því, sein verið
er að kenna því og þeim, sem eru að þrýsta því fram.
Stöðug áeggjan, sem nálgast mjög þvingun hefir verið
orsök til jiess að mörg börn hafa liætt við hljómleikanám og
tilsögn í að segja fram.
Það gerir börnunum þeim mun erfiðara fyrir að venju-