Sameiningin - 01.06.1934, Page 10
88
lega skapa foreldrarnir tækifærin til að sýna þau. Alt á að
vera skorðað og reglufast til aukinnar kvalar börnunum, sem
koma eiga fram. Maður einn sagði frá því nýlega, að það
hefði verið sín mesta kvöl, sem barn, að vera ætíð látinn af
móður sinni segja fram eitthvað, sem hann kunni, ef að
minsta kosti sex aðkomandi voru við. Loks varð það vani hans
að gæta vel að gestakomu; þegar fjórir eða fimm voru komnir
þaut hann út í fjós og faldi sig í heyhlöðunni. Eðlilega var
hann að eignast fólksfælni.
Þegar svipað er ástatt nu, mundu margir drengir og
stúlkur kjósa að eiga völ á fjósinu og heyhlöðunni. Þau
vilja fá að vera í friði. Þau vilja fá að bíða þar til fólk
hefir fengið eðlilega að kynnast hæfileikum þeirra
og biður þau í einlægni að sýna list sína. Foreldrar
komast oft fram hjá þessari viðlcvæmni með því að
segja kunningjum sínum “að biðja hann Nonna, við tækifæri,
en ekki láta hann vita að eg hafi haft orð á því.” Virðist
þessi krókaleik réttlát gagnvart barninu? Það getur líka
gripið til einhvers, sem ekki er strangheiðarlegt til undan-
færslu. Hver getur láð því það?
Ef tækifæri til að sýna leikni barnanna og hæfileika
þurfa að koma, ætlu þau að vera bæði eðlileg og óþvinguð.
Og tilgangurinn ætti ekki að vera að sýna hvað barnið getur,
heldur að gleðja aðra. Lítið ætti að segja um hæfileika
barnsins er það þannig hefir komið fram, en tjá því aðdáun í
einlægni fyrir því er það hefir lesið, sungið eða spilað. Það
er sú uppörfun er hvert barn þarf til að halda áfram við-
leitni sinni.
Það verður að glæða hæfileika með því að vekja gleði-
ríka tilfinningu hjá barninu fyrir því, sem það er að fást við.
Þannig skapast löngun hjá barninu sjálfu. Á þvi grund-
vallast öll framför þess. Án þess getur ekki um neina fram-
för verið að ræða. Og foreldrar eiga að hafa meiri hug á þvi
að börnin þroskist, en að hafa þau til sýnis.
Einkennilega oft eru þeir kennarar valdir fyrir börnin,
sem fljótastir eru til að koma börnunum á framfæri á “pró-
grammi.” Það er oft kennarans eina aðferð að auglýsa sig.
Til þess að koma nemendum sínum sem fljótast fyrir almenn-
ingssjónir og áheyrn, verður hann að brjóta í bága við lög-
mál þeirrar listar, er hann vill kenna. Hann getur elcki varið
nægum tíma til þess að efla hjá nemendanum það sem hon-
um ríður mest á. Það verður að leggja í sölurnar fyrir það,
sem álitið er að hafi auglýsingargildi. En nemandi, sem ekki