Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.06.1934, Page 11

Sameiningin - 01.06.1934, Page 11
89 tekur verulegum framförum, er líklegur lil að tapa hug á því, sem hann er að fást við og jafnvel að hætta. Sú viðleitni að hafa hæfileika börn sem mest til sýnis, er hættuleg. Kennarar þurfa á vizku að halda og foreldrar mega ekki vera of bráðlátir. Ekki að barnið geti scm fyrst verið til sýnis, ekki að kennarinn leggi fyrst og fremst rækt við að koma því fram fyrir almenning, heldur að barnið megi öðlast ást til þess er það er að fást við og kennarinn leggja sem mesta rækt við að þroska barnið. Það ætti foreldrum fyrst og fremst að liggja á hjarta. Þau ættu að sýna með þolinmóðri upphvatningu gleði sína yfir því þegar barnið finnur gleði í list þeirri, er það nemur. Þýtt af K.K.ö. (Fleiri hættur eru í sambandi við að troða börnum á framfæri ol' snemma, en þær sem nefndar eru að ofan. Ymsar þeirra munu koma í hug athugulla kennara og for- eldra. T. d. getur farið svo að barnið verði svo sólgið í að koma fram að það verði að ástríðu, án tillits til þess hve vel það leysir hlutverk sitt af hendi. Verður þá barnið gjarnan óánægt nema að löngun þess sé sem oftast fullnægt. Getur það orðið hindrun en ekki hjálp til þess að barnið þroskist réttilega. Þess er þörf að þetta sé athugað sem bezt af öllum, sem við uppeldi fást. í þeim tilgangi er ritgerð Claire Stewart Itoyce birt hér. Hún er uppeldisfræðingur og ritar oft í hið ágæta tímarit Junior Home. Þaðan er þessi ritgerð. —K. K. ó. Ur ýmsum áttum Prestur í borginni Pittsburgh í Pennsylvania, dr. A. J. Holl, hefir fundið nýtt ráð til að glæða krístindómslífið í söfnuði sínum. Hann velur vikulega vissan hóp, eftir staf- rófsröð, af safnaðarfólkinu, biður fj'rir þeim safnaðarlimum persónulega á hverjum degi þá viku; gjörir þeim aðvart með bréfi, hverjum fyrir sig hvenær hann muni biðja fyrir þeim, og mælist til þess, að þeir verði með sér á bæn á þeirri sömu stund dagsins hvar sem þeir séu staddir. Hann byrjaði þetta “bænaprógram” í fyrra vetur; og nú í ár hel'ir hann farið feti framar. Um leið og hann gjörir viku-hópnum aðvart, sendir hann hverjum þeirra eitt eintak

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.