Sameiningin - 01.06.1934, Page 12
90
af Postulasögunni, með þeirri ósk, að hún megi minna þá á
að lesa ritningarkafla á hverjum degi; og býður þeim öllum
að mæta með sér í einum kirkjusalnum á föstudagskvöldi
þeirrar viku, ef þeir geti, til viðurkynningar og andlegs sam-
neytis.
Ávextirnir hafa verið miklir og dýrmætir, segir dr. Holl,
Bréfastafli heilstór frá hlutaðeigendum ber vott um það. Bréf-
ritarar tjá honum allir þakklæti með einlægum og hjartnæm-
um orðum og lofast til að taka sinn þátt i bæna-prógramm-
inu. Söfnuðurinn hefir vaxið. Góður og kristilegur andi
ríkir í safnaðarlífinu. Kirkjan er hetur sótt en áður, og fleiri
villjugar hendur vinna nú að safnaðarstarfinn.
Blöðin segja frá öðrum presti, sem ekki var ánægður
með ástandið í söfnuði sínum. Á síðastu páskum var þó
kirkjan troðfull hjá honum. Þar var margt fólk saman
komið sem ekki hafði stígið þar inn fyrir dyr í heilt ár eða
meira. Á undan síðari blessun ávarpaði prestur söfnuðinn
með þessum orðum: “Það gleður mig að sjá svona mikinn
fjölda við messu í dag; en af því að eg veit, að eg fæ ekki að
sjá margt af ykkur fyr en á næstu páskum—ef eg lifi—þá tek
eg þetta tækifæri lil að óska ykkur gleðilegra jóla'”—Orðin
voru líklega verðskulduð, en aðferð dr. Holls mun þó reynast
lietur.
“Afvopnunar”-þingið, sem sett var fyrir tveim árum í
Genf á Svisslandi til að leita samkomulags um takmörkun
vígbúnaðar, hefir littlu til leiðar komið enn, þrátt fyrir lang-
vint og þreytandi málastapp. Fulltrúarnir áttu að mæta enn
einu sinrri á þingfundi seint í maí. Fáir gjöra sér nú orðið
háar vonir um nokkurn verulegan árangur af störfum þessa
þings. Það er varla hugsanlegt að stórveldin fáist til að
minka við sig hergögnin að nokkrum mun, nema þjóða-
rígurinn geti farið minkandi um leið—en sá ófögnuður
hefir sjaldan hreykt sér hærra en nú, síðan heimstríðinu
lauk. Horfurnar því ekki sem glæsilegastar.
Þó er friðarmálið ekki dottið úr sögunni fyrir j^essu.
Friðarsinnar hafa látið heilmikið til sín taka á þessum síð-
ustu vikum, sérstaklega hér í Vesturheimi. Hafa þeir lagt
máleliiið fyrir almenning enn á ný með fundum og ræðuhöld-
um og talað af heilmiklum eldmóði sumir. En fáum tókst þó
eins vel að ná áheyrn almennings eins og kennimanninum
fræga, dr. Harrv Emerson Fosdick, sem er þjónandi prestur í
kirkju Rockefellers feðganna í New York. Á ófriðarárunum