Sameiningin - 01.03.1925, Síða 7
69
sæluríku samfélagi kærleikans. GleymiÖ mér ekki, vinir mín-
ir, gerið þetta fyrir mig æfinlega, geriÖ þaÖ í mína minningu.
MaÖur getur naumast skilið, hvernig því mannshjarta er
fariö, sem ekki hlýnar við 'kvöldmáltíð Drottins og ekki finnur
sælu og frið í þvi að minnast hans á þann hátt, minnast alls
þess ástríkis, sem hann auðsýndi syndugum mönnum; þess góð-
leika, sem einkendi hann; þess sára striðs, er hann háði; þeirra
kvala, sem hann leið', er hann gerðist fórn fyrir alla menn. Sál-
arfélag við Jesúm Krist í heilagri kvöldmáltíð er æðstur unaður
trúaðra manna. Ekki svo að skilja, að þar sé um nokkurt töfra-
meðal að ræða, eður kyngikraft þeirra jarðneskra hluta, sem
þar eru handleiknir, heldur samfélag í anda við hann, sem á
krossinum dó og nú er konungur allrar dýrðar.
“Gjörið þetta í mína minningu.” Konungur kærleikans
kveður.
III. Konungurinn dcyr.
Föstudagurinn langi.
Hann var gripinn í Getsemane, dreginn fyrir Kaífas, dæmd-
ur af Pílatusi, krossfestur á Golgata.
Hann vildi ekki verjast, og bannaði öðrum að verja sig.
Menn hafa dáð drengilega sjálfsvörn margra hetja. Hitt
hafa færri skilið, að mestur drengskapur sé það, að verja sjálfan
sig ekki. Til þess þarf yfirvenjulegt sálargöfgi, að vita sjálfan
sig máttarmeiri en mótstöðumanninn, en líða honum þó að sigra
sig. Kristur hafði máttinn, hefði hann viljað beita honum. Það
vildi hann ekki. Heldur vildi hann verða undir, en sigra með
valdi. Einstaka menn hafa lært þetta af Kristi. J>eir bregða
ekki sverði móti sverði, ekki penna móti penna, til varnar sjálf-
um sér. Það eru andans hreystimenn. Þeir vi-ta hvort sem er,
að sannleikurinn og réttlætið og góður málstaður er á valdi æðri
afla en þeirra, sem þeir sjálfir eða mótstöðumenn þeirra ráða
yfir.
Lífinu á þessari jörð verður það sæmdarauki að eilífu,
hversu drengilega konungurinn Kristur varð við dauða sínum.
Þar var hvorki ónáttúrleg harðneskja né kveifarskapur. Hann
kendi svo sárt til, að hann gat ekki algjörlega varist kveinstöfum.
Sárasta neyðaróp, sem upp hefir stigið af jörðinni, kom frá