Sameiningin - 01.03.1925, Qupperneq 10
72
stjórnarskrárinnar, þeirrar er konungurinn gaf ríki sínu skír-
dagskvöldiÖ: Elskið hver annan. HirÖmenn konungsins hafa
þá siSi, sem það bera meÖ sér, aíS þeir eru þess fullvísir, að
hann sé viðstaddur allar athafnir þeirra, einkum helgisiÖi. Þeir
setjast aÖ heilagri kvöldmáltíö og vita hann þar í öndveginu.
Þeir geyma orÖ hans og meta það dýrara en lífið. Kristnir
heita þeir, sem hafa Krist fyrir konung og hlýða 'honum; ekki
aðrir.
Af því Kristur reis upp frá dauðum og lifir og ríkir að ei-
lífu, þá eru allir dagar páskar hjá kristnum mönnum. Og dýr-
legastur páskadagur verður Krists-manninum sá dagur, þá hann
deyr, sem kallað er. Raunar er enginn dauði til. Það vitum
við, af því við vitum, að
Konungur dýrðarinnar lifir.
B. B. I.
------o------
Vínnautn á heimilum.
Drykkjirkrárnar gömlu eru úr sögunni. Opinberar drykkju-
stofur eru ekki lengur til hér í landi. Fáir munu sakna þeirra.
Þær verða aldrei endurreistar.
Nú er vínsalan með þeim hætti hér í vesturfylkjum Canada,
að stjórnin starfrækir vínsöluhús.. Þar fá menn keypt alls-
konar vín í flöskum og hverskonar ílátum, og drekka það heima
hjá sér.
Áður voru það fullorðnir karlmenn, sem drukku á knæp-
unum. Nú drekka konur og unglingar með þeim heima.
Unnist hefir það, að minna er orðiö umi illræmdar drykkj-
krár, þar sem margur óspiltur maður varð alls konar siðleysi
að bráð. En er nú ekki á hinn bóginn heimilunum hætta búin?
Allir viðurkenna, að vínnaut á heimilum hafi farið mjög
i vöxt fyrir það fyrirkomulag, sem nú er meö vínsöluna hér í
Vestui’-Canada. Sumir mæla þeirri vínnautn ‘bót, aðrir skoða
hana afar-skaðlega.
Hér skal dkki um það dæmt, hvort hófsöm vínnautn á
heimilum kristinna manna sé sæmileg eða ekki. Frekjufullar
fordæmingar í þá átt hafa engan rétt á sér og geta verið engu
síður syndsamlegar en vínnautnin.
En það vildum vér benda fólki á í kærleika, að hvar sem