Sameiningin - 01.03.1925, Blaðsíða 16
78
ið trúboðanum í góðar þarfir, eftir ástæðum, en oft og tíðum ferð-
ast hann á tveimur jafn-fljótum.
Það er eins og umferða-trúboðarnir kunni sér ekki hóf í áhug-
anum. Eftir erviðan leiðangur á fílum yfir myrkviðar-flákann i
Laos, létum við á laugardags-kvöld staðar numið, nokkrir ferða-'
menn og eg, og hrópuðum sár-þreyttir: “Nú fáum við hvíld i heil ■
an sólarhring!” Næsta morgun sváfum við líka fram eftir; það
er að segja, gestirnir í hópnum, en ekki trúboðarnir, því að þeir
vörðu heilli klukkustund fyrir morgunverðartíma til viðtals við fólk-
ið í næsta þorpi, útbýttu þar smáritum, og boðuðu til guðsþjónustu
við tjöldin okkar klukkan tíu. Það voru áhrifamikil guðræknis-
stund — undir víðlimuðu óó-tré; forvitin apa-smetti gægðust í gegn
um villikjarið; filarnir kroppuðu ofan af bambus-reyrnum að baki
okkar, en fyrir framan okkur sat fólkið undrandi, á meðan annar
trúboðinn sagði þeim söguna ódauðlegu um frelsandi kærleika
Guðs. En hinn kristniboðinn, Daniel McGilvary, var þar ekki.
Hann hafði farið fótgangandi til næsta þorps, þrjár mílur, í brenn-
andi sólarhitanum — þótt hann hefði fjóra um sjötugt — og var
að boða trúna þar. “Ef þeir hvíla sig svona, kristniboðarnir,”
sögðum við “hvað gjöra þeir þá, þegar þeir vinna?”
Þetta er að eins eitt dæmi um trúmenskuna, sem við sáum fyrir
okkur alstaðar. Jafnvel þeir trúboðar, sem ráðnir eru til kenslu
eða lækningastarfs, taka iðulega þátt í ferðalögum út um landið.
Trúboðslæknir ! Afríku gjörði víst aldrei betra vik fyrir meistara
sinn, heldur en í för þeirri, sem hann skrifaði mér um á þessa leið:
“Eg kom í síðustu viku heim aftur úr seytján daga ferðalagi
um f/ía»t-héraðið.' Rigningatíðin var í algleymingi. Allar ár f.
vexti; fenin óskapleg yfirferðar. Nærri því daglega þurfti eg að
vaða vatnið í mitti, klukkutímum saman stundum. Eg lagði leið
tnína oftast yfir þau héruð, þar sem við höfðum ekki náð í skóla-
drengi áður, af því að fólkið hikaði við að senda börnin sín svo
langt í burtu með hvítum mönnum, sem það vissi lítil deili á. Þeg-
ar eg fór af stað, þá einsetti eg mér, ekki að eins að boða fagnað-
arerindið, heldur að koma heim með fáeina drengi fyrir skólann
okkar. Eg vissi, að ef eg að eins gæti náð í nokkra til að byrja
með, þá yrði enginn hörgull á drengjum þaðan framvegis. Drott-
inn bænheyrði mig. Þegar við lögðum heimleiðis yfir vötn og
merkur, þá hafði eg með mér sjötíu skólapilta. Sú langa lest af
börnum, svo fáfróðum og þurfandi, svo 'fótsárum og þreyttum, á
leiðinni burt frá heimkynnum syndar og myrkurs, áleiðis til Ijóss-
ins hjá frelsaranum, sem dó fyrir þá — það var sjón, sem komið
hefði steinhjarta til að vikna. Stundum, þegar einhver móðirin
skildist við barnið sitt, þá fylgdist hún með okkur mílum saman,
tók að síðustu um hendina á mér og sagði með tárin í augunum:
‘Herra læknir, hann er eina, barnið, sem eg á, þú gætir hans vel —
viltu gjöra það fyrir mig?’ Mánneðlið er alstaðar sjálfu sér líkt.”’
Þá er uppfrœðsln-starfifi. Þetta er líklega sá þátturinn í