Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.03.1925, Page 26

Sameiningin - 01.03.1925, Page 26
88 Sofíu Aletheu McNamara var mjög- hætt viö áköfum sinna- skiftum. Hvenær, sem einhver ný kenning kom fram, aöhyltist hún hana gjarnan í frekustu mynd, og frarafylgdi henni til ýtrustu afleiöinga. Sem ný-búddisti mótmælti hún því að deyða mýflug- ur, því þær kynnu að vera ný likamning einhverra látinna vina hennar. Sem óskiftur friðarpostuli hélt hún því fram, að enginn skyldi brúka ofbeldi, jafnvel til að vernda hann sjálfan fyrir svi- virðilegustu árás eða ráni. “Stigamaðurinn;” sagði hún með þeim sannfæringarhita sem engu skeytir, “hefir eins mikinn eða meiri rétt til að krefjast þess, að ekki sé notað' ofbeldi, en eg.” ÍÞegar hún varð gagntekin af þeirri hugsun, að hún ætti að vera algjör, hélt hún því ótvírætt fram, að það væri skylda, sín, að selja Mc- Namara gimsteinana fsem nú voru hennar eign), og skifta and- virðinu meðal beiningamanna á götunum. Eðlilega mótmæltu bræður hennar þessu. “Gefðu konunum okkar þá heldur,” sögðu þeir. “En þær mundu ekki borga fyrir þá,” voru rök Sofíu Aletheu. Loksins varð það að samkomulagi, að leggja þessa samvizkusök undir úrskurð gamals vinar fjölskyld- unnar, hins guðrækna, gilda og gætna þiskups í Suð.ur- og Mið- Jersey. “Kæri biskup,” lirópaði Sofía Alethea, “eg er umvent og hefi afráðið að selja alla gimsteinana mína og skifta andvirðinu meðal beiningamannanna- Mér er ómögulegt að eiga þe'tta guðlausa glys, og vita af beiningamönnum í tötrum vera að ■spila á lýrukassa og selja ritblý.” “En, barnið mitt,” sagði biskup, “þessir fögru munir eru rnjög fágætir. Flestir af þeim eru frá ömmu. þinni sálugu.” “Ekki hirði eg um það,” sagði Sofía Alethea. “Þeir eru ekk- ert frábreyttir öðrum gimsteinum. Þeir eru syndsamlegar nautnir, sem hanga umi háls mér éins og glitrandi mylnusteinar. Þeir draga mig niður til glötunar. Eg verð að selja þá, eða glatast sjálf.” “En, góða mín,” sagði biskup, og það var ekki laust við glampa í augum hans, “ef þú selur, verða aðrir að kaupa. Hefir þú hugsað um, hvaða áhrif það hefir á þá, að eignast gimsteinana þina? Viltu styðja að því að hengja glitrandi mylnusteina um háls þeirra?” “Út í þetta hafði eg ekki hugsað,” svaraði Sofía Alethea. Hún gekk burt, og var að velta því fyrir sér, hvort hún lætti að gefa tengdasystrum sínum nokkuð af gimsteinunum eða hætta á það, að eiga þá sjálf. “Það væri eftir alt sáman nokkurs konar algjörleiki í þvi að vera sjálf í hættunni til að bjarga öðrum.” 3. FORDÆMING EFNAMANNANNA. OrfSskv 14, 11. “Allir efnamenn séu fordæmdir,’ sagði Vortex, með það hirðu- leysi um velsæmi í orðum, sem oft einkennir ákafan hug.

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.