Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.03.1925, Side 28

Sameiningin - 01.03.1925, Side 28
90 félagsskapur verði til þess, að glætSa áhuga unga fólksins og gjöra þaö aö sem beztum safnaöarlimum. í>aÖ er því auðsætt, aö aöal- tilgangur Bandalaganna er sá, aö glæöa trúarlíf eða hina andlegu hlið safnaöanna. Hvernig getur þá slíkur félagsskapur starfað sem bezt í þessa átt? Viö skulum lita á safnaðarstarfið í heild sinni. Því er skift í ýmsar deildir. Fyrst kemur sd. skólinn, þar næst Bandalagið og Dorkas, og svo hið almenna safnaðarstarf bæði presta og leik- manna. Sd.skólinn og prestur safnaðarins starfa að kristilegri upp- fræðslu á hinurn opinberu guðsþjónustum. En hvaða þátt á Banda- lagið i því verki? Vissulega er markmiö allra deilda 'kirkjunnar hið sama, en er þessi sérstaka ábyrgð nægilega ljós unga fólkinu? Hvernig er ástandið í hinum ýmsu söfnuöum í sambandi við biblíu-uppfræðslu ? Ungu börnin fjölmenna á sd.skólann og starfa af kappi þar til á fermingaraldur er komið. Svo eru þau fermd, og því miður er það oft, að fermingin er talin sem burtfarar-próf úr sd.skólanum. Unglingunum finst, að nú sé lokið námi, og tími sé korninn að segja skilið við sd.skólann sem allra fyrst. Ef til vill halda þau áfram eitt eða tvö ár, og svo hverfa þau úr sd.skóla- hópnum. Þaö eru auðvitað margir lærisveinar, sem halda fast við sd.skólann fram á fullorðinsaldur og á sinum tima verða á- gætir starfsmenn á þessu ver'ksviði. — En það eru hinir, sem yfir- gefa sd.skólann á unglingsárum, sem áríðandi er að ná til og halda kyrrum. Þeim þarf að skiljast, að fermingin er að eins innritun í háskóladeildina, þar sem fyrst er farið að nerna biblíuna í alvöru. Nú er skilningurinn þroskaðri orðinn og meira hægt að læra. Með fermingunni hefir unglingurinn opinþerlega staðfest skírnarsáttmála sinn og tekið á sig fulla ábyrgð á framkomu sinni, og um leið látið í ljós ásetning sinn að stefna í hina réttu átt. Undir þessum kringumstæðum er ljóst, að mikið er undir því kom- ið, hvernig unglingurinn stundar biblíunám. Það er naumast hugs- anlegt, að ungmenni hafi náð nægilegri þekking á biblíunni þegar á fremingaraldri, og þó aö guðsþjónustur séu sóttar og ræðunum veitt athygli, verður samt biblían að rneira eða minna leyti lokuð bók fyrir flestum, nema frekari rækt sé lögð við bibliunnám. Auðvitað er það mögulegt fyrir einstaklinga, að leggja rækt við biblíunám, en það er því miður mjög sjaldan, að einstaklitigar leggi sig rækilega eftir biblíu uppfræðslu.— Samvinna sýnist nauð- synleg í þessu sem öðru, og er því auðséð^ hvað áríðandi það er, að unga fólkið tapist ekki úr biblíudeild sd.skólans. — Við. setn teljumst kristin, megum ómögulega gleyma því, að kristindómtirir.n er grundvallaður á biblíunni—og þurfum vér þvi að þe'kkja biblí- una sem allra bezt.

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.