Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.03.1925, Side 29

Sameiningin - 01.03.1925, Side 29
91 En hvernig snertir þetta ungmenna félagsskapinn ? Inngang- ur í Bandalags félagskap er hjá oss miSaöur viS fermingu. — Nú einmitt, þegar sd.skólinn er aS missa hald á mörgum fermdu ung- lingunum, er BandalagiS aS taka á móti þeim. Hér hefir ung- menna - félagsdeild kirkjunnar sitt mikla tækifæri og sína miklu ábyrgS. Hvernig getur BandalagiS bezt starfaS í þessa átt? — Meö því aö taka aS sér biblíudeild sd.skólanna. Látum ungmenna- félögin gjöra sér ljósa grein fyrir því, aS framtiS biblíudeildar sd.- skólans er í þeirra höndum. Ef Bandalögin leggja rækt viS þessa skyldu sína, er framtíS safnaSanna og trúarlífi einstaklinganna borgiS. Hvílíkt tækifæri og hvílík ábyrgS ! Látum markmiS unglinga- félaganna vera: “Hver einstakur Bandalags meSlimur innritaSur og starfandi í biblíudeild sd.skólans!” fErindi þetta var flutt á ungmenna-þinginu í febrúarj -------------------------o-------- NÝR GUÐFRÆÐINGUR. Ungur maSur, Kolbeinn Sæmundsson aS nafni^ frá Point Roberts, Wash., stundar nú í vetur guSfræSanám viS lúterska prestaskólann í Seattle. Kolbeinn er fæddur í Reykjavík á íslandi áriS 1888. Foreldr- ar hans hétu Pétur GuSmundsson og GuSrún Jónsdóttir. Tveggja ára gamall fluttist hann til þeirra hjóna Jóhannesar Sæmundsson- ar og Línbjargar ólafsdóttur, sem þá bjuggu á Gafli í Húnavatns- sýslu. Ólst hann eftir þaS upp hjá þeim og ber nafn fóstra síns. Þrettán ára gamall flutti hann meS fósturforeldrum sínum vestur um haf. Settist Jóhannes fyrst aS í Winnipeg og þar stundaöi Kolbeinn prentiön viö Columbia prentsmiöjuna um hriö. Eftir nokkurra ára dvöl í Winnipeg flutti fjölskyldan sig vest- ur aS hafi og settist aö á Point Roberts. Kolbeinn hefir stundaö þar búskap og verzlunarstörf og hefir auk þess veriö póstaf- greiöslumaöur í allmörg ár. Áriö 1913 gekk hann aö eiga Gróu dóttur Helga bónda Þor- steinssonar á Point Roberts. — Kolbeinn hefir liprar og farsælar gáfur. Hann er gætinn og gjörhugull, stiltur og háttprúöur, og mjög vel máli farinn. Þau hjón voru og eru mjög vinsæl í sinni sveit og verSur til- finnanlega saknaö í hinu fámenna íslenzka mannfélagi á “Tangan- um.” B. H. Johnson.

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.