Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.07.1925, Blaðsíða 3

Sameiningin - 01.07.1925, Blaðsíða 3
Mánaðarrit til stwðnings kirkju og kristindómi fsle-ndinga gefið út af hinu ev. lút. hvrkjufélagi Isl. í Vestrheimi XL. árg. WINNIPEG, Júlí 1925 Nr. 7 Landnámið. [Að efninu til ræða, sem flutt var í Fyrstu lútersku kirkju í Winnipeg, 2. ágúst 1925.] V. Mós. 27, 1—8; 28, 1—3, 15—16. Af köflum þeim, seni nú voru lesnir úr niðurlags-þætti rit- safnsins, sem kent er vi8 Móse, hefir tilheyrendum orÖiÖ ljóst, að þar er að ræöa um komu Gyðinga til Kanaan og landnám þeirra í því landi, sem þjóðir heimsins hafa löngum nefnt “landið helga”, fyrir þá dásamlegu sögu, er trúarbrögðin áttu síðar á þeim stöðvum. Innflytjenda-hópurinn er kominn aö síðasta áfanga. Það er tjaldað til nokkurra nátta austan viö fljótið og litast þar um, áður lagt er af stað vestur yfir, þar sem nýlendu-svæðið hefir veriö valið. Þann stutta tíma, sem staðið er við, er hafður viðbúnaður mikill. Leiðtoginn mikli gengur milli búða og skipar fyrir um alla hluti. Svo er blásið til sam- fundar. Allir innflytjendurnir koma og hlýða á skipanir fyrir- liðans. Guðsþjónusta sú, er þá er haldin, er einhver hin átak- anlegasta og hátíðlegasta guðsþjónusta, sem sögur fara af. Móse stígur í stólinn. Brennheit orð falla af vörum hans. Hann minnir lýðinn á handleiðslu Drottins í fortíð, en einkum. áminnir hann fólkið um það, að halda fast við boðorð Guðs og gera vilja hans, þegar þeir komi í nýja landið, og innræta niðjum sín- um guðhræðslu og góða siði. Hann segir svo fyrir, að reistir skuli minningarsteinar, er haldi á lofti sögunni um hið liðna og minni á uppruna landnemanna. En um fram alt minnir hann innflytjendurna á það, að láta það sitja fyrir öllu, að reisa Drotni altari í nýlendunum, fara með guðs orð með sér vestur í nýlendurnar og dýrka Guð og tilbiðja hann að dæmi forfeðra sinna og í anda þeirra. Loks er farin nokkurs konar skrúð-

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.