Sameiningin - 01.07.1925, Qupperneq 4
194
ganga inn eftir dálitlum dal. Þar nemur allur lý8ur staðar.
Hæðir eru til beggja handa. Móse velur menn úr hópi sex kyn-
kvísla og lætur þá standa uppi á annari hæðinni, Garísím; og
jafnmarga menn velur hann úr hópi hinna kynkvíslanna sex og
setur þá upp á hina hæðina, Ebal. Nú er lesið lögmál Drottins
í áheyrn lýðsins. Og er farið er með boðorðin, hrópa þeir, sem
eru á Garísím-hæSinni, blessun yfir alla þá, sem boðorðinu
hlýða, og alt fólkið tekur undir og segir “amen”; á hinn bóginn
hrópa þeir, sem standa á Bbal-hæðinni, bölvun yfir hvern þann,
sem boðorðið brýtur, og lýðurinn tekur einnig undir það og
svarar “amen”. Svo endar guðsþjónustan með Svanasöng Móse,
og frá guðsþjónustunni tekur lýðurinn sig upp, lætur bera fyrir
sér sáttmálsörk Drottins, og heldur vestur í landnám sitt. hinum
megin við Jórdan, og reisir þar minnismerki sín og ölturu.
Á þessu ári eru liðin fimtíu ár síðan íslenzkir innflytjendur
stofnuðu nýlendur þær í Vesturheimi, sem staðið hafa til þessa
dags. Bygðir íslendinga í Winnipeg, Nýja íslandi og Minn-
esota eiga fimtugsafmæli á þessu sumri. Þann 4. júlí 1875 kom
fyrsti landneminn til nýlendunnar í Minnesota; 16. s. m. stigu
íslenzkir menn fyrst fæti niður þar sem nú er Winnipegjborg;
nokkrum dögum síðar komu landkönnunarmennirnir til Nýja
íslands og í október-mánuði settist þar að hinn fyrsti hópur ís-
lenzkra landnema í Manitoba. Að sjálfsögðu verður viðburði
þessum reist minnismerki og minningarhátíðir haldnar. Á “ís-
lendingadeginum” í gær vorum við mint á sögulegan viðburð
þenna og margt þarflegt orð var til okkar talað og við vorum á-
mint um það, að reynast trú bæði fortíð vorri og framtíð. Verð-
ur 50-ára landnáms-afmælisins óefað minst enn þá meir áður
lýkur.
En þar sem við erum hér saman komin í Guðs húsi í dag, 2.
ágúst, leitar hugur okkar einu ári lengra aftur í tímann. Við
erum stödd á afmælisdegi — hinum 51. afmælisdegi — hins
fyrsta altaris, sem reist var af íslenzkri þjóð í landi hér. Eg fæ
ekki betur séð, en að viðburði þeim svipi undursamlega til sögu-
brotsins, sem vikið var að í textanum, þá ísraelsmenn helguðu
sig til landnámsins með guðsþjónustunni miklu fyrir austan
Jórdan, áður en komiS var þangað, sem aðal-landnámið átti að
vera.
2. dag ágúst-mánaðar 1874, á þúsund ára landnáms-afmæli
Islendinga á ættjörð vorri, héldu íslendingar opinbera guðsþjón-