Sameiningin - 01.07.1925, Qupperneq 5
195
ustu í Ameríku hiÖ fyrsta sinn. Það var í borginni Milwaukee,
þar sem íslenzkir innflytjendur áttu stundar-dvöl áður þeir komu
að aðal-landnánri sínu, líkt og Hebrear viö Jórdan forÖum. Og
óvíst er, aÖ hjartnæmari og hátíÖlegri guÖsþjónusta hafi nokkru
sinni haldin veriö hjá íslenzku fólki í landi hér, heldur en þessi
guðsþjónusta litla innflytjenda-hópsins islenzka í kirkjunni í
Milwaukee, sem frændur þeirra, NorÖmenn, léðu þeim. Þá
steig í stólinn fyrsta sinn í Vesturheimi íslenzkur prestur, og
boðaði fagnaöarerindi Krists. íslenzkir sálmar hljómuðu í fyrsta
sinn á helgum stað og sameiginlegar bænir stigu frá íslenzkum
sálum i hæðirnar til almáttugs Guðs. Ræðutextinn var úr go.
Sálminum í ritningunni: “Drottinn, þu hefir verið oss athvarf
frá kyni til kyns.” Prédikarinn var sá maðurinn, sem Guð gaf
þjóðflokki vorum að leiðtoga, og var það íslenzkum landnem-
um hér sem Móse var ísraelsmönnum. Nafn hans nefnum við
æ með lotningu og blessum minningu hans. Það var hann —
Jón Bjarnason—, sem þar reisti í Drottins nafni altarið fyrsta
sinn. Um það altari söfnumst viö enn i anda í dag og biðjum:
“Gefðu að móöurmáið mitt,
minn Jesú, þess eg beiíSi,
frá allri villu klárt og kvitt
krossins orð þitt út breiði
um landið hér
til heiðurs þér,
helzt mun það blessun valda,
meöan þín náð
lætur vort láð
lýði og bygðum halda.”
Eg get ekki annað en trúað því, að atburður þessi hafi ver-
ið, sé nú og verði ávalt guðdómleg vísbending til allra manna,
sem af íslenzkum ættum eru í landi hér. Með guðsþjónustu
þeirri, sem nú minnumst við, var altari Drottins reist. Það
andlega minnismerki er reist á undan öllum öðrum minnismerkj-
um. Guðsríkið kemur á undan öllu öðru i sögu okkar Vestur-
íslendinga. Þjóðin er helguð til landnámsins við altari Drott-
ins. Og það er sem ennþá kveði við þaðan bæði blessun og
bölvun, eins og frá Garísím og Ebal, — blessun almáttugs Guðs
yfir oss og niðja vora hér í landinu, ef við göngum á Guðs veg-
um, en bölvun, ef við víkjum af vegum Guðs. Yfir oss hefir
hvílt bæði blessun og bölvun. Guð hefir blessað oss í þessu
landi margvíslega, jafnvel fram yfir beztu vonir landnemanna,
að mörgu leyti; en sjálfir höfum við tíðum leitt yfir oss bölvun