Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.07.1925, Side 8

Sameiningin - 01.07.1925, Side 8
198 William Jennings Bryan. Sunnudaginn 26. júlí andaðist þessi afhurSa AmeríkumaS- ur, og varö bráðkvaddur. Dauðann bar aS höndum í Dayton, Tennessee, þar sem Bryan hafði dvaliS nokkrar vikur og veriS riðinn viS “Apakattar-málin”, sem nú eru heimsfræg orSin. Um hádegiS þann sama dag hafSi Bryan flutt ræðu fyrir miklum mannfjölda. Úr þeirri ræSu fsvanasöng BryansJ skulu hér sagSar þessar setningar: “Frammi fyrir Pílatusi stóö Kristur, postuli kærleikans. ValdiS vann sigur; þeir negldu hann á tré, og þeir, sem horfSu á, hæddu hann og atyrtu og sögöu: ‘Nú er hann dauSur’. En frá þeirri stundu tók vald keisarans aS þverra, en kraftur Krists aS vaxa. AS nokkrum öldum liSnum var stjórnin róm- verska horfin og hersveitir hennar týndar, en hinn krossfesti og upprisni frelsari varð mikilvægasta staSreynd mannkynssög- unnar.” Alla daga hafSi Bryan veriS trúmaSur, en á síSari árum gerði hann kristindóminn aS aSal-máli sínu. Var hann fast- heldinn um iátningar og erfikenningar, og var foringi funda- mentalista. AnnaS aSal-mál Bryans var hindindismáliS. VínibanniS í Bandaríkjum á Bryan mikiS aS þakka. Stjórnmála-barátta hans hin síSasta var þaS stríS, er hann háSi á þingi Democrata gegn vínbannsf jendum, og vann hann sigur. Lengst verSur Bryans líklega minst sem postula friöarins. Öllum töfrakrafti málsnildar sinnar heitti hann til þess aS reka illa anda stríðs og styrjalda úr hugskoti manna. Á stríSsárunum lagSi hann niSur embætti sem utanríkis-ráðherra, heldur en aS þurfa að ljá nafn sitt undir stríSs-yfirlýsinguna. Hverjum aug- um sem menn líta á það tiltæki hans, virSa hann allir fyrir ein- lægni hans viS sjálfs sín sannfæring. Þrívegis bar Bryan merki flokks síns viS forseta-kosningar í Bandaríkjum, og þó aldrei næSi hann forseta-tign, var hann um langt skeiS einhver áhrifamesti maSur 'þjóSarinnar. SumariS 1896 stóS flokksþing Democrata í Chicago. Skyldí þar útnefna forseta-efni. Þá var Bryan ungur og litt þektur kongressmaður. En þar kom að hann steig á ræSupallinn, og er

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.