Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.07.1925, Side 9

Sameiningin - 01.07.1925, Side 9
199 hann steig aftur niÖur af pallinum má segja, a8 'hann væri þjóÖ • frægur orðinn. Nokkrum klukkustundum siðar var hann kjör-- inn forsetaefni Democrata. RæÖa sú, er Bryan flutti þetta sinn, var sem elding úr skýjunum, og hún kveikti bál í brjóstum miljóna samborgara hans. Voru niðurlagsorÖin á þessa leiS: “Óhæfu þessa skalt þú ekki aðhafast; þyrnikórónu skalt þú ekki þrýsta á enni erviöismannsins; á gullkrossi skalt þú ekki krossfesta mannkynið.” Auknefni átti Bryan og var nefndur “Alþýðumaðurinn mikli” (The Great Commoner). BlaS gaf hann út í Lincoln, Nebr., og hét það “Alþýðumaðurinn”. Voru áhrif þess blaðs á alþýðuna í Ameríku nær takmarkalaus. Margir telja Bryan málsnjallastan mann í Ameríku á síð- asta mannsaldri. Sá er ritár línur þessar, hefir þrisvar sinnum notið þeirrar gleði að hlusta á ræður Bryans og gleymir ekki prúðmensku hans, orðsnild né eldmóði. Eitt sinn að eins átti eg tal við Bryan. Vissi hann, að eg var Islendingur og spurði hann mig um landa mína. Ekkert fanst mér hann vita um íslendinga annað en það, aö nokkur hóp- ur þeirra byggi í N.-Dakota og stundaði þar sauðfjárrækt. Ekki var Bryan í rauninni lærdómsmaður, þó ótal nafnbæt- ur hefði hann þegið af háskólum heima og erlendis. En hann var maður réttlátur og sannur ísraelíti, sem engin svik voru í. Margir líta öðrum augum á málefnin en Bryan, en allir munu heiðra minningu hins réttláta manns. —B. B. J. Apakattar-málin í Tennessee. í þorpi því, er Dayton heitir, í ríkinu Tennessee, hafa und- anfarnar nokkurar vikur staðið málaferli, sem svo eru undar- leg, að heimur allur hefir horft á steinhissa. Tennessee er eitt af suður-ríkjum Bandaríkja, og má því ekki gleyma, er rætt er um þetta undursamlega mál. Þau ríki sum eru að öllu leyti langa vegu á eftir öðrum ríkjum hins mikla lands. Evrópu-blöð og margir menn henda gaman að Bandaríkjum í heilu lagi fyrir atvik þetta í Tennessee, og sumir tala um það sem sýnishorn þess, hve fáfræðin sé mikil og ófrelsið í Bandaríkjum. Er það hin mesta ósanngirni. Ekki verður sú þjóð lítilsvirt fyrir fá-

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.