Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.07.1925, Page 11

Sameiningin - 01.07.1925, Page 11
201 Canada kirkjan sameinaða. 1 kirkjusögu samtíÖarinnar hefir enginn atburÖur gerst merkilegri, en samruni aðal-kirkjuflokkanna þriggja í Canada og stofnun Canada 'kirkjunnar sameinuÖu þUnited Church of Can- ada). AÖ sönnu skarst nokkur hluti (alt a8 því þriðjungur) einnar deildarinnar (Tresbýtera) úr leik. Kennir þar lyndis- einkenna Skota, sem líkjast okkur íslendingum í því, sem mörgu öðru, að þeir eiga bágt með að beygja sig. Lengi haföi sameiningin verið í aðsigi. Það hafði smátt og smátt horfið sjálfkrafa, sem áður aðgreindi þessar kirkjudeildir. Leiðtogar unnu saman og kennimenn skiftust á verkum. Leik- menn ’kunnu ekki lengur að greina Westminster-kverið frá Heid- elberg-fræðum. Þræturnar gömlu voru flestum gleymdar.. Játningarritin fornu lágu ónotuð. En kappkostað var að flytja boðskap Jesú Krists beint frá honum sjálfum til samtíðarinnar. Þegar svo stefnur voru haldnar til að ræða grundvöll trúarinn- ar, kom í ljós aS ágreiningur var næsta lítill. Brosleg atvik komu stundum fyrir á þeim samtalsfundum í tilefni af því, hvernig það vafðist stundum fyrir lærðum mönnum, hvort þessi eður hin trúfræöa-skilgreiningin væri af einu kirkjulegu sauðahúsi eða öðru, svo stundum urðu Meþodistar óvart Presbýterar, eða Presbýterar Kongregationalistar. En einna mest knúði það kirkjuflokkana til sameiningar, að þrefaldur tilkostnaður við kirkjustarfiS á hverjum staö, þótti óþolandi orðinn, og flest- ir vildu heldur fá eina myndarlega kirkju og sameinast um hana, en að halda við þremur kirkjukrilum á sama stað. Hvað sem öðru liÖur, geta menn ekki annað en dáðst að þeim anda kirkjulegrar göfugmensku, sem einkendi leiötogana, er stofnuð var hin nýja kirkja. Eins og gefur að skilja, hefir þaS ekki að vera vandalaust að semja nýtt skipulag og kjósa menn til forystu svo ekki fyndist neinum flokki sér eða sínum leið- togum misboðiö. En það er að sjá, sem allir hafi leiðtogarnir veriö fúsir að gleymast og hverfa sjálfir, en haft heill heildar- innar eina fyrir augum. Hefir þar öll kristni fengið gott eftir- dæmi. Formaður nýju kirkjunnar var kosinn dr. Pidgeon í Toronto. Er hann bróðir dr. E. Leslie Pidgeon, sem lengi hef- ir verið prestur í Winnipeg, en nú er á förum þaöan. A8 sjálfsögðu óska kristnir menn í öörum kirkjudeildum i Canada Sameinuðu kirkjunni í Canada góðs gengis. , —B. B. J.

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.