Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.07.1925, Blaðsíða 21

Sameiningin - 01.07.1925, Blaðsíða 21
211 Nú koma til greina fjórar staðhæfingar í sambandi viö fjall- brattann: 1. “Svo áfram þá hiö þyrnum stráöa skeiö, er þú gekst fyrst.” 2. “Vér veröurn aö leggja þetta mál undir atkvæöi fjöldans.” 3. “Ekkert mál fær staöist til lengdar, sem ekki hefir samþykki hans.” 4. Að þekkja sálar-einkenni íslendingsins er skilyrði þess, að nokkurt mál fái framgang meðal þeirra. Svo eg byrji á hinu síðasta, skal þaö tekið fram, aö sáðmaður- inn þarf að þekkja jarðveginn, sem hann sáir í, alveg eins og sjó- maðurinn þarf aö haga seglum eftir vindi, til þess aö kornast Ieiðar sinnar. Öll sigursæl málefni hafa gjört þetta; en, ef með þessu er átt viði þaö, að leiðtogarnir læri að þekkja veikleikana, aö eins til að slaka til viö þá, þá má það til sanns vegar færast; en á hvern hátt skal þetta gjört? Með því að segja: “Fjöldi minn, eg er nú hér meö dálítið mál á prjónunum. Eg skai segja þér kosti og lesti og greiddu svo atkvæöi með því, hvort þú vilt aðhyllast þetta eöa ekki. Ef þú vilt það, gott og vel; ef þú vilt það ekki, gott og vel.” Eg spyr: Lagöi kristindómurinn löndin undir sig á þennan hátt? Hafið þér nokkurn tíma heyrt getið um eina einustu umbótahreyfingu, sem komst áfram meö svona lagaðri hálfvelgju? Þurfti Lúter að fá atkvæði fjöldans til aö vita, hvort hann mætti prédika réttlætingu af trúnni ? Þurfti Þorvaldur viðförli að leita atkvæða fjöldans á íslandi, áður en hann dirfðist að mæla eitt orð með kristinni trú á landinu? Leitaði Oddur Gottskálksson atkvæða fjöldans, áður en hann dirfðist að þýða nýja testamentið á íslenzka tungu og láta prenta það ? “Varðar mest til allra orða undirstaðan rétt sé fundin” ('Lilja.ý Undirstaðan er sannfæring. “Hvað er fjöldans hróp og hrós við hlið á sannleik beinurn?” Sannfæring um sannleikann rak Lúter út úr munkaklefanum, var orkulindin í sálu Jóns Sigurðssonar, var eldurinn í hjarta Jóns biskups Ögmundssonar, var aflið í umbótabaráttu Skúla Magnús- sonar. Leiðtogi í umbótastarfi er óhugsanlegur, ef hann ekki hefir sannfæringu. Getur hann beðið um fylgi við núll ? Sá maður, sem eignast sannfæringu, leitast við að láta sem flesta aðra eignast hana. Hann leitar atkvæða fjöldans með því að fá sem flesta á sitt mál.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.