Sameiningin - 01.07.1925, Síða 25
215
hópinn lúterska kirkj»n, sem eg sendi þér mynd af; er hún hiS
myndarlegasta hús og rúmast þar 500 manns. Var hún vígö fyrir
skömmu meö mestu viöhöfn aö viöstöddu fjölmenni.
Jæja, vinur ! Þú veröur nú þreyttur á að lesa meira af þessu
tægi. Eg legg hér með þýðingu af smákafla úr Papini’s “Life of
Christ.” Hefi verið aö lesa það nýverið og finst mikiö í variö.
Mynd meistarans hefir eigi óglöggvast í huga mínum við þann lest-
ur. Einnig sendi eg smákvæði. Earðu með þau og greinina, sem
þér sýnist.—Berðu konu þinni og hinum mörgu vinum mínum. í söfn-
uði þínum beztu kveðju.
Með kærri kveðju og beztu óskum, þinn einlægur,
Richard Beck.
“Sælir eru fátækir,”
fHugleiðing þessi er lausleg og stytt þýðing af kafla úr hinni
frægu bók ítalska skáldsins Giovanni Papini: Líf Krists, sem svo
mikið hefir verið rætt um og feikna útbreiðslu hlotið.)
Jesús sat á lágri hæð, meðal hinna fyrstu lærisveina sinna, um-
kringdur hundruðum augna, sem á hann störðu. Einhver í hópnum
spurði hann, hver verða mundi erfingi þess himnaríkis, sem meist-
arinn hafði svo oft rætt um. Jesús svaraði honum með fitllsælu-
kenningunum níu í fjallræðunni.
Þessar fulltsælu-yfirlýsingar, sem svo oft eru hafðar yfir, eru
nærri því ætíð misskildar, lemstraðar, rýrðar og rangfærðar, og þó
eru þær söguágrip fyrsta dags Krists kenninga, þess dýrlega dags.
“Sælir eru fátækir í anda, því að þeirra er himnaríki”. Lúkas
guðspjallamaður sleppir orðunum ‘1 anda”, og virðist því eiga við
þá, sem fátækir eru og ekkert annað. Margir þeirra, sem eftir hann
hafa komið, hafa skilið orð hans svo, að hann ætti við þá einföldu—
heimsku. 1 ummælum þessum sjá þeir einungis val á milli öreigans
og fábjánans.
Þá er Kristur mælti þessi orð, hafði hann hvorki hinn fyr- eða
síðarnefnda í huga. Hann var eigi tengdur hinum ríku neinum yin-
áttu-böndum, og hann fyrirleit af öllu hjarta sínu auðæfagræðgina,
sem er örðugasti hjallinn á vegi sannrar sálar-auðgunar. Jesús var
vinur hinna fátæku og huggaði þá, af því að þeir voru öðrum hugg-
unar-snauðari; hann hafði þá nálægt sér, af því þeir þörfnuðust
fremur svölunar ástúðlegra orða. Hins vegar var hann eigi svo fá-
vís, að hann ætlaði að það eitt: að vera fátækur, í veraldlegri merk-