Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.03.1926, Side 11

Sameiningin - 01.03.1926, Side 11
73 úrskurÖ á, að fara skuli samstundis meö bandingjann til H'eródes- ar. Heródes Antipas gekk ugglaus í gildruna. Bonum fanst Píla- tus sýna sér hina mestu sæmd með því aö viðurkenna vald hans yfir GaM'leumönnum jafnvel þar í Jerúsalem. Og konungur varð fádæma glaður yfir því, að fá nú loks að sjá þenna undrunarverða mann, sem svo margar sögur gengu af í Galíleu. En það varð lítið úr fögnuði hins hégómlega smákonungs. Hvernig sem hann reyndi til, fékk hann eld<i togað eitt orð af vörum Jesú. Loks hætti hann, lét færa Jesú í hvítt klæði honum til háðungar og sendi hann aftur til Píla'tusar. Aftur má þá Pílatus nauðugur viljugur setjast á dómstólinn. Hann leitast við að tala um fyrir mannfjöldanum og koma vitinu fyrir hann. En ekkert dugði. Mannfjöldinn óx nú á hverri stundu og háreystið varð æ meira. Á ný kemur landstjóranum ráð i hug. Það var venja Rómverja, að taka sakamann af lifi á öllum hátíðum Gyðinga, til þess að skjóta Gyðingum skelk í bringu. í annan stað var það venja þeirra, að gefa Gyðingum lausan einhvern þeirra manna, svo sem til að auglýsa mannúð sína. Pílatus minnir nú Gyðinga á þessa venju, í þeirri von, að þeir fáisrt til þess að iþiggja lausn Jesú. En það fór á annan veg. Prest- arnir fá lýðinn til þess að krefjast þess, að morðinginn Barrabas sé látinn laus, en ekki frelsarinn Jesús. “Hivað á eg þá að gera við Jesúm?” spyr Pílatus? Það stendur ekki á svari, alMr æpa einum munni: “Krossfestu hann! Krossfestu hann!” Pílatusi verður æ órórra innanbrjósts. Jafnvól honum of- býður hatursgrimd þessara manna. Eins og títt var um Rómverja um það leyti var Pílatus afar-hjátrúarfullur. Hann gat ekki los- að sig við ónotalegan geig, sem honum stóð af þeim orðum, sem Jesús hafði talað við hann um ríkið, sein ekki er af þessum heimi. Svo bættist það við, að skyndiboði hafði komið með þau orð frá kónu hans, að hann ekki skyldi vera riðinn við mál þessa réttláta manns, því nú hafi hún margs orðið vís í draumum ]iá um morg- uninn. Nú eru góð ráð dýr. Því lengra sem Mður fram á daginn, því meiri verður mannþröngin umverfis höllina. Pílatus minnist þess, er gerðist í Sesarea ekki alls fyrir löngu, þá prestarnir og múgur manns gerðu svipaða umsát um höll hans þar og lintu elcki Iátum í sex daga samfleytt, unz hann neyddist til að láta undan þeim. Jú, enn kemur Pilatusi ráð i hug. Skyldi það ekki slökkva blóðþorsta þessa skríls, ef þeir fá að horfa á Jesú húðstrýktan.

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.