Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.03.1926, Page 12

Sameiningin - 01.03.1926, Page 12
74 Hann gefur hermönnum sínum bending um það. Nú er því farið meS Jesú á ný inn í dómsalinn, og nú hafa prestarnir gleymt skinhelginni og hreinsunarsiðunum og æða líka þangað inn. Húð- strýkingin rómverska er einhver hin grimmasta refsing, sem sögur fara af. Sá er fyrir þeim refsidómi verÖur, er bund'inn og beygð- ur nrður að stoð og svo barinn á bert hold með gaddasvipum, sem rífa og tæta ho'ldið. Eftir þá refsingu og eftir að hafa látið keyra þyrnikórónu á höfuð hans, leiðir landstjórinn Jesúm aftur út og s'egir: “Sjáið manninn!” En það var síður en svo að mannfjoldinn sefaðist við þetta óyndis úrræði, heldur var hann nú enn æstari en áður. Og nú leikur Kaífas sínu hæsta tromfi. Hann gengur beint framan að Pilatusi og segir við hann með ógn- andi rödd: “Pilatus landstjóri! Ef þú sieppir þessum manni, þá ert þú ekki vinur keisarans.” Pílatus skildi þar hálfkveðna vísu. Hann vissi að átt var við það, að hann yrði kærður í Róm. Það eitt óttaðist hann. Að sönnu teysti hann sér til að hreinsa sig af þessu máli, en svo margt óhreint vissi hann í fari sínu, og svo sefcur var hann um embættis-afglöip, að ait hlyti hann heldur að kjósa en rannsókn frá Róm. Hann stendur upp, aumur maður, þvær hendur sínar til marks um iþað, að sýkn sé hann af blóði þes'sa réttláta manns. En allur lýður hrópar: “Komi blóð hans yfir oss og börn vor.” Svo kveður Pílatus upp dóminn: Takið þér hann og kross- fcstiff hann. Og meðan heimur stendur stígur það andvarp upp frá hjarta mann’kynsins: Píndur undir Pontíusi PUatusi. — B. B. I. Áfangar á æfiför Páls postula. II. Jerúsalem. Eramhald Vestur af Móría breiddi sig aðal-borgin ti'l norðurs og suð- urs yfir hinar hæðirnar báðar, og yfir gilið á milli þeirra. Borg- arstæðið var varla meira en tæp fermíla ensk, eða 300 ekrur að flatarmáli, en íbúatalan mun hafa numið tveim til þrem hundr-' uðum þúsunda; og á stórhátíðum óx mannf jö'ldinn upp í miljón eða þar yfir, fylti hverja kytru í borginni og dreifði tjöldum sínum um hæðirnar alt í kring. Mátti þá líta margskonar lýð saman 'kominn í Jerúsalem — eins og reyndar árið um kring, því að borgarbragurinn var hvergi nærri svo s'érkennilegur eða einskorðaður við strangan Gyðingdóm, eins og við hefði mátt

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.