Sameiningin - 01.03.1926, Page 13
búast um slíkan stað. Þar agaði s'aman ýmsum andstæðum:
gyðingdómi, heiðni og vantrú; gjálífi og ströngum fjálgleika;
brennheitri lögmálsdýrkun og ginnandi veraldarsolli.
Jerúsalem var bæði helgistöð, verzlunarborg og höfðingja-
setur. Þjóðvegir Júdeu láu fram; hjá borginni og voru þeir að
öllum jafnaði fjölfarnir, en pílagríma sægurinn, sem þangað
safnaðist á hátíðunum, hlaut að margfalda gróðamagnið á hverju
sölutorgi. Handiðnamenn og kaupahéðnar margra þjóða hænd-
ust að slíkum markaði, sem von var, og Gyðingar höfðu ekki
vald' eða vilja til að bægja þeim á burt. Hafði sá lýður sölubúðir
og vinnustöðvar í “lægrij borginni”, sem svo var kölluð; en það
var norðurhlutinn. Þar mátti kaupa alls konar glysvarning og
munaðarvöru frá ýmsum löndum, því að efnaðir Gyðingar kunnu
vel að njóta -heimsgæðanna, þrátt fyrir allan fjálgleikann og trú-
ardrambið.
Höfðingjalýðurinn átti heima í “efri borginni”, en svo var
suðvestur-hæðin kölluð, af því að hún var hærri heldur en hinir
hálsarnir. Stóðu þar hallir höfuðpresta, lærifeðra og annara
fyrirmanna, en ekki voru Gyðingar einir um hituna jafnvel þar,
því að Heródes konungur, og aðrir valdsmenn á undan honum,
höfðu tekið sér bólfestu á hæðinni, eignast þar skrautlegar ha’llir
og látið reisa leikhús tvö með grísk-rómversku sniði, svo að
segja við húsveggi rabbínanna, en íþróttahöH var reist í gilinu fyrir
austan. Sumt af stórhýsum þessum var á postulatíðinni komið í
hendur Rómverja. •— Og jafnvel hjá musterisgarðinum! sjálfum,
rétt við norðvestur hornið, stóð Antoníu-virkið nafnfræga, og
voru þar rómverskir hermenn á verði dag og nótt. Önnur eins
merki heiðindóms og útkndrar yfirdrotnunar voru að sjálfsögðu
eins og fleinn í holdi' Gyðinga: en þeir urðu þó að sætta sig við
sambýlið, enda hafði þjóðin öldurn saman fengið rækilega æfing
i þeirri list, að lifa innan um heiðið fólk, ilúta heiðnum yfirvöld-
um, og vera þó einangruð í anda og lifnaði.
I Jerúsalem bjuggu því tvö mannfélög í þröngu sambýli, en
þó aðskilin svo gjörsamlega sem orðið gat. Annars vegar var
heimsmenningin grísk-rómverksa al-heiðin og veraldleg inn að
hjartarótum. Hún átti þar höfðingjasetur, leikhús, verzlunar-
búðir, herflokka, og sæg af útlendum lýð, sem hafði gjört sig
heimakominn i borginni og jafnvel náð að þoka sér inn i yzta
forgarð helgidómsins. En hins vegar var Gyðingaheimurinn,
ofsafenginn og dramblátur í trúnni, og hafði hann musterið á sínu
valdi, og fjölda mörg önnur vígi viðs vegar um borgina — það
er að segja skólana og samkundurnar. Sagt er að í Jerúsalem