Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.03.1926, Blaðsíða 14

Sameiningin - 01.03.1926, Blaðsíða 14
76 hafi veriÖ samkunduhús í hundraðatali á dögum postulanna. Meðal annars má marka þaö af oröum Postulasögunnar, að hóp- ar Gyðinga frá öðrum landsálfum hafi átt þar hver sína sam- kundu út af fyrir sig f'Post. 6,9). En þó voru trúfræðaskólarn- ir, æðri og lægri, líklegast enn, þá fleiri en samkunduhúsin. Hlutverk þessara skóla, lögmáls-fræðslan, reyndist megin-afl- ið í gjörvallri trúarsögu iþjóðarinnar eftir útlegðar-árin í Babýlon. Svo djúpa lotningu, sem Gyðingar báru fyrir hinum “heilaga staö” á Móría, þá var þó rábbínafræðin enn þá öflugra þjóðarvígi, heldur en musterið sjálft, með öllum hinum forn-heilögu minn- ingum þess og dýrkunarsi'Sum. Og það var ekki nema eðlilegt. Gyðingar höfðu afar sterka trú á útvalning þjóðar sinnar. Þeir einir, af öllum þjóðum heimsins, nutu náðar hjá GuSi — vonir þeirra hvíldu allar á þeirri sannfæring. Guð hafði kjörið ísrael sér tii eignarlýðs, en utan við þjóðarvéböndin gyðinglegu lá allur heimurinn undir hölvun Guðs, sokldnn í spilling og heiðindóm, glataður og átti sér engrar vægðar von. Eini hjálpræðisvegurinn, eini vegurinn til að öðlast blessun Dottins, í þessum heimi og öðrum, var því að sjálfsögðu sá, að varöveita þjóðernið, hvað sem það kostaði, og glata ekki fyrirheitunum, sem Abraham voru gefin og niðjum hans., Að vísu hafði spámönnum gamla testa- mentisins á dýrmætum augnablikum auðnast að sjá út yfir þenn- an sjóndeildarhing; höfðu þeir þá: skilið hina sönnu köllun þjóð- ar sinnar og eygt þann dag, eins og í fjarska fram undan, þégar sannleikur Drottins myndi breiðast út á meSal heiöingjanna og veita þeim arftöku með fsrael. En aldrei náði sú göfuga von að festa rætur í hugsun þjóðarinnar. Hjá lang-flestum Gyðingum var trúin svo algjörlega samgróin þjóðrækninni, hjálpræðisvonin svo rígbundin við ætternið, að þeir gjörðu þar aldrei nokkra veru- lega skilgreining á milli. Hlutu því Gyðingar, samkvæmt þessari trú sinni, umfram alt að varðveita kynstofninn; ekkert nauðsynjamál gat verið þeim jafn áríðandi. En hvernig var hægt að koma því við? f herleiðingunni höfðu þeir glatað ættlandi sínu og sjálfstæði, og þeir eignuðust hvorugt aftur. Það var ekki nema líti’ll hluti þjóðarinnar, sem fluttist heim til Gyðingalands', þegar útlegðinni lauk, og hann náði aldrei framar fullum eða varanlegum um- ráðum yfir þeirri ættleifð sinni. Varð því heiðnum mönnum ekki bygt út úr lanöinu. Jafnvel Jerúsalem var hálf-heiöim borg, eins og sýnt var áður. Auk þess var meiri hiuti þjóðarinnar dreifður um erlendar borgir og landsálfur, alla leið austur frá Indlandi og vestur til Spánar, og lutu þeir hópar hvarvetna heiðn-

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.