Sameiningin - 01.03.1926, Page 16
78
Ekki þó svo, aS “milliveggurinn, sem skildi þá aÖ” fEí.
2,14), væri með ö'llu mannheldur. Allstórir hópar heiðinna
manna hændust að guðstrúarlærdóminum hebrezka, eins' og bent
var á, því að lögmálshrokanum tókst aldrei aö kefja niður hjarta-
mál trúarinnar gjörsamlega. Margir af mönnum þessum játuðu
trú á einn og alvaldan GuS, sóktu guðsþjónustur í samkundunum,
tóku nokkurs' konar primsigning og undirgengust um leið að
halda nokkrar meginreglur lögmálsins, sem gáfu þeim heimild til
all-náinnar umgengni við Gyðinga. Og enn aðrir játuðust und-
ir sáttmála Móse fyrir fult og alt, og hurfu þar með inn fyrir
þjóSarmúrinn, og voru um leið, að minsta kosti í hugmyndinni,
eins fullkomlega aðskildir frá heiðnu fólki eins og Gyðingar
sjálfir. Þessi síðarnefndi hó'pur var aldrei fjölmennur. Það er
auðsætt, að af slíku trúboði gat þjóöareinangrun GySinga naum-
ast verið nokkur hætta búin. Þó voru margir af hinum' strang-
ari leiðtogum, sem litu hornauga til trúskiftinganna, tortrygðu
þá og lögðu flest út á verra veg fyrir þeim, eins og raibbína ritin
bera með sér.
Það sem hér hefir verið sagt um sambandið milli þjóðvernd-
unar og lögmáisdýrkunar hjá Gyðingum, má þó ekki leggja svo
út, að sú stefna hafi veriö valin af ásettu ráði til að varðveita
þjóðerniö. Svo var vístl alls ekki. En stundum eru þær hvat-
irnar öflugastar, sem menn gjöra sér minsta grein fyrir. í gyð-
inglegri hugsun var þjóðernið eins og þungamiðja trúarinnar,
sem fyr var sagt. Útvalning og hjálpræði voru nokkurs konar
erfðahnoss. Gyöingar reiddu sig í þeim efnurn á fulltingi Abra-
hams forföður síns. Eins' var um Messíasar-vonina; hún var
þjóöarvon og ekkert meira. Messías hinn fyrirheitni var vænt-
anlegur, ekki til að frelsa heiminn, heldur til að leysa ísraels-þjóð-
ina úr ánauð og leiöa hana til vegs og valda. Þjóðernið sjáift
var helgidómur, hjálpræðisgrundvöllur. Eyrir því hlaut svo aS
fara, að einangrunartækin yröu tignuð frarn yfir alt annað; og
hlaut þá siSahelgin aö komast í algleyming, eins og af sjálfu sér,
þar sem siðalögmálið reyndist svo öflugt til verndar kynstofn-
inurn.
Það var því varla mót von, þó flest bæri að þessum sama
brunni í andlegrt lífi þjóðarinnar. Trúin varö meir og meir að
lögmálstrú, guöfræöin: var lagalærdómur og ekkert annað. Sam-
kunduhúsin, sem Gyðingar komu sér upp alstaðar, þar sem nægi-
lega stórir hópar þeirra höfðu aðsetur, voru tvent í senn, guðs-
þjónustuhús og lögmálsskólar; þar var almúginn uppfræddur í
lögurn Móse og setningum feðranna. Og þó var þjóöin aldrei