Sameiningin - 01.03.1926, Page 20
82
útlagðir, og síSan teknir til yfirvegunar. Lærifei5umir og eins
nemendur þeir, sem lengst voru komnir, tóku þátt í umræÖunum;
sagði hver sittj álit á því, hvemig ætti að skilja textann, og rök-
studdu ótæpt með tilvitnunum í aðra ritningarstaði eða í kenn-
ingar feðranna . Eöa þeir “lögðu út af” orSum textans, með
spakmælum, dæmisögum og öðru slíku. Oft voru skoðanir mjög
skiftar á ýmsum atriÖum; en enginn hneykslaðist á því. Jafnvel
nýsveinum var heimilt að spyrja lærifeðuma í þaula, ef þeir
vildu. Kenlsan algjörlega laus við alla þvingun og eintrjánings-
skap, þrátt fyrir fastheldni við tlagastafinn.
Þetta er e'kki svo undarlegt, sem virðast mætti. RétttrúnaS-
ur, í kristnum og kirkjulegumi skilningi þess orðs, var eiginlega
ekki til á vegum Gyðingdömsins. Gyðingar eignuðust aldrei
samstætt guðfræðikerfi, eins og kirkjan. Strangleikinn var
allur á sviði breytninnar, hundinn við reglur, siöi og lagaboS; en
skoðanir og kenningar lutu í lægra haldi, tiltölulega. Earísear,
sem trúðu á annað líf, og á tilveru engla, Saddúkear, sem neituðu
hvorutveggja; Hebrear, eða Gyðingar i heimalandinu, sem öm-
uðust viö griskri heimspeki, og Hellenistar, eða grískumælandi
Gyðingar í öðrum löndum, sem sumir hverjir voru heillaðir af
nýfræðinni grís'ku — allir þessir fokkar og fleiri til, höfðu, frá
gyðinglegu sjónarmiði, þrátt fyrir skoðanamun og snarpar deilur,
nákvæmlega sama réttinn til að skoðast góðir og gildir Israels-
menn, ef þeir héldu lögmálið. Það var prófsteinninn. Um eðli
og tilgang Móselaga, um æðsta boðorðiS, um gildi trúar og
verka, um löggjafann og eiginleika hans, og flest önnur atriði
trúarinnar, mátti kappræða fram og aftur; en um hlýðni viS laga-
stafinn var engum heimilt að hreyfá nokkrum spurningum; þar
leyfðist engin tilslökun, ekkert svigrúm, nema heimildir fyndist í
Jögmálinu sjálfu, eða í erfilcenningum feðranna. En þær setn-
ingar fóru flestar í hina áttina; voru til þess ætlaðar, að girða í
kring um lögmálið,” eins' og Rabbínar komust að orði.
í rábbínaskólanum var þvi Páll, eins og aðrir námsmenn GyS-
inga, þaul-vaninn við að rannsaka ritningarnar og ræða trúmál
frá ýmsum hliðum, með orðsnild og rökfimi, án þessl þó að færa
leikinn burt frá grundvelli lögmálsins, eða frá þeim trúaratrið-
um, sem enginn efaðist um og allir töldu s'jálfsögð. Með öllum
þorra landa sinna trúði hann á einn alvaldan og persónulegan
Guð, á guðlega köllun og útvalning þjóðar sinnar, á guðiegan
innblástur gamla testamentisins, á komu Mssíasar, og enn fremur
á tilveru engla og upprisuna fá dauðum, eins og aðriij Earísear.
Trúarkjarna þennan varðveitti hann til dauðadags, þó skoðanir