Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.03.1926, Page 22

Sameiningin - 01.03.1926, Page 22
84 og Guðs, — sannleiksatriöi mikilvæg, sem oftast urðu útundan í skýringarfræði rabbínanna. En það var postulinn kristni, en ekki gyðinglegur skóla- kandídat, sem hafnaði þessum fræðum. Páll hóf æfiskeiö sitt sem ákveðinn lögmálsmaður, ótrauðari jafnvel í ákafanum, að þvi er viröist, heldur en kennari hans og skóla'bræöur. H'ann dró ekki fjöður yfir það atriði. “Eg fór lengra í gyðingdómin- um en margir jafnaldrar mínir meöal þjóöar minnar,” segir hann, “þar sem eg var miklu vandlætingasamari um erfikenn- ingar forfeðra minna” f'Gal. i, 14). Lunderni hans trnin hafa ráðiö þar talsvert miklu. Páll gat aldrei veriö hálfvolgur í áhug- anum.” Á meðan hann trúðí á lögmálið, þá var hann eldheitur lögmálsmaður, Farísei. Og hvernig komið var andlegu lífi hans á því skeiöi, það geta menn fengiÖ bezta hugmynd um, með þvi að renna augum yfir kenningar þess floklís og andlegt útsýni. Jafnvel þótt ýmislegt megi finna til afbötunar fræðum og fylgismönnum Farísea-stefnunnar, eins og áður var að vikið, þá verður því ekki neitaö, aö guðrækni sú var ægilega myrk og frá- fælandi. IIún viltist í endalausum reglum, fyrirskipunum, að- vörunum, banngreinum, ályktunum út af ritningarlögmáli og erfikenningum; ályktunum út af ályktunum, — og rataöi svo aldrei veginn til sannrar guðsdýrkunar út úr því völundarhúsi. liún setti á minnið óheyrilega langorðar setningaflækjur um varðveizlu sabbatshelginnar; um skúfa á ski'kkjum og minnis- borða; um t'íund á anís og kúmeni; um rök fyrir því, hvort tí- unda skyldi hálminri með korninu, um föstuhald tvisvar í viku; um bænagjörðir þrisvar á dag; um varðveizlu frá að saurgast á dauðri mýflugu; um handaþvott, laugar og aöra hreinsunarsiði, með ákveðnum beygingum og tilburðum þar viö eigandi — sem öllu var svo vandlega fylgt, aö Saddúkeum fanst eins og þessir keppinautar sínir myndi hafa laugað sjálfa sólina, ef hægt hefði veriö. Að gefa nokkurt verulegt yfirlit yfir nbbina-reglurnar yröi of langt mál hér; efni það væri nóg í margar ritgjörðir; þeir skrifuðu sjálfir heila bók um handaþvottinn. En boðorðaf jöld- inn var. þó ekki versta meiniö 1 þessari tegund guðrækninnar. Hitt var enn verra, að hún vilti mönnum sýn. Siðahreinleikur- inn varð að sjálfsögöu eins og höfuðdjásn alls réttlætis í augum Farisea, þar sem sá heilagleikur var svo vandfenginn og útheimti svo mikinn lærdóm og erviði. Skilningur þessi bauð síðan ó- dygöunum heim; trúnni á dauð verk, réttlætis-hrokanum, lítils- virðing á öðrum mönnum, sem ekki voru jafnfimir í siöahaldinu; og alls konar skinhelgi, háværum ölmusugjöröum og bænaiökun-

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.