Sameiningin - 01.03.1926, Side 25
varia svo þörf eÖa heppileg, sem fyr var álitiÖ. Fyrst og fremst
eru heimsskoöanakerfin samskonar örlögum háÖ eins og hver
önnur tízka, og iþarf »þá sífelt aÖ leggja nýjan og nýjan skilning
í frásagnir biíbliunnar, ef alt; á aö falla þar i ljúfa löð; en þaö
getur valdiS hártogunum og óhreinskilni. Og í annan staS ber
að gæta þess, að biíMíuritin eru trúar-rit en ekki vásinda. Satt er
þaö, aÖ sérhver uppgötvun, söguleg eða vísindaleg, sem að ein-
hverju leyti færir sönnur á orS ritningarinnar, getur komið krist-
indóminum að all-miklu liði. En gildi biblíunna er ekki komið
undir þeim hlutum. Boðskapur hennar er andlegs eðlis og
“dæmist andlega.” Spurningin, sem mestu varðar í því efni, er
ekki um þaö, hvort ritningin skýri nákvæmlega rétt frá sólkerf-
inu, eða lögun og aldri jarSarinnar, eða ytri lifskjörum frum-
mannsns, eðal herferðum Sankeribs — heldur þessi: Segir hún
sannleikann um GuS og vilja hans, um andlegt ástand mannsins,
um gildi trúar og siðgæðis, um veginn til eilífs lífs? Reynist
þetta megin-erindi bókarinnar satt og ábyggilegt, þá gjörir auð-
vitað minna til um hin atriöin, sem liggja þar utan við. En fari
hún vilt á þessu sviði, þá er ágæti hennar horfið um leiö, hið
sérstaka, sem 'kristnir menn hafa reitt sig á, öld eftir öld; og
verður þá litlu bjargaB, þó reynt ,sé að sýna fram á það, að í
einstökum atriðum komi orð hennar heim við kenningar vísind-
anna.
Og einmitt þarna fer hjálpsemin út um jþúfur í Skírnis-
greininni. Eftir þeirri skýringu, sem þar er gefin, verður synda-
falls-sagan all-vel samhljóða nýjustu vísinda-skoðunum, en
al-röng í trúarefnum Framþróunarkenning vorrar aldar getur
þess1 til, aö stórvægilegar breytingar hafi orðið á innra og ytra
lífi mannsins þegar í öndverðu. Syndafallssagan á að sýna
byltingu þessa, eins og í skuggsjá í óljósri mynd, á að skýra frá
þeim atburðum, þegar maðurinn yfirgaf áhyggjulaust apa-lífið í
frumskógunum og hættir sér út á sléttumar; tekur að ganga á
afturfótunum, svo að líkams'byggingin breytist og konunni verð-
ur erfiðara um foarnsburð1; leggur út í erfiðari lifsbaráttu og
eykur sér þar með bæði vit og strit, og seilist um leið eftir sið-
gæðisvitundinni, en kún á að hafa verið ávöxturinn á forboðna
trénu. Þar skilur vörn og só'kn, hjá greinarhöfundinum, því að
hann leggur mest-allan trúarlærdóm sögunnar út á verri veg;
lætur Drottin ý“Jahve”J birtast þar eins og eigingjarnan harð-
stjóra, máttlítinn, afbrýðissaman og jafnvel heimskan, sem hefnir
þess greypilega, að maðurinn skyldi voga sér að greina rétt frá
röngu. Við þetta lendir svo siðferðislærdómurinn líka á önd-