Sameiningin - 01.03.1926, Page 26
88
verðum meiði við sannleikann. Verknaðurinn örlagaþrungni á
aö >hafa verið gæfuspor en ekki hrösun — eins og sagan þó lýsir
honum. Maðurinn hafði rétt fyrir sér í raun og veru, en “Jahve”
rangt, eftir þeim sögudómi.
Þar með er sagan auðvitað orðin markleys'a ein í trúarlegum
skilningi, hvað svo sem líður samförum hennar við tilgátur vís-
indamanna. En svo væri til lítils að tala urh gagn eða ógagn, ef
skýringin skyldi reynast sönn; því að ekki tjáir að ýfast við sann-
leikanum. Ráðlegast er því að ’bera ályktanir höfundarins sam-
an við gjörvalla frásögn ritningarinnar um Eden-dvölina, synda-
fallið og útreksturinn, með öðrurn gögnum, sem þar koma til á-
lita, og freista þes's, hvað ofan á muni verða við þann saman-
burð.
Höfundurinn vill kynna syndafallssöguna íslenzkum al-
menningi “í ljósi hinnar nýju heimsskoðunar.” Ljósið, sem
hann á við, er framþróunarhugmyndin; en hún kvað hafa útrýmt
kenningunni gömlu um að maðurinn sé fallin vera. Sú forna
skýring á sögunni getur því ekki staðist, finst honum. Kemur
hann svo með aöra, sem hann telur færa söguna til sannari vegar.
og er hún á þssa leiö: Tilvikið, sem þar segir frá, var ekki synd
og óheillaspor — þótt frásögnin sjálf láti þann skilning í ljós —
heldur gæfuspor, upphafning úr óvitaskapnum, dýrslífinu, upp
á siðgæðisstigið. Ávöxturinn forboSni táknar því siðgæðisvit-
undina. Maðurinn seilist eftir því hnossi; hann þráir það, a8
geta komist á æðra stig, “verða eins og Guö og vita skyn góðs og
ills.” Höggormurinn táknar þá alls ekki föður lyginnar, og ekki
syndsamlega fýsn eða freistingu, heldur vitið, sem knýr mann-
inn á þroskaleiðinni. Hann fer með sannleik en ekki lygi, þegar
hann freistar vor. Og afleiðing verksins er ekki “straff og kvöl”,
heldur æðra líf og fegurra, sem aö sönnu hefir ákaflega mikið
strit og kvalræði i för meö sér, en veitir þó manninum aukna
sælu i aðra hönd. í stuttu máli: maðurinn f éll upp en ekki
niöur.
En -hvernig víkur þá því við, að frásagan skuli lýsa þessu
dásamlega þroskaspori eins og það heföi verið synd og óheilla-
verknaður, og “upphaf alls mesta ófögnuðs”? Svar höfundar-
ins er í þrem liöum: Hún er ákaflega forenskjuleg og ófuil-
komin, segir hann. “Jahve er ekki einvaldur í Paradís; hann er
einn af fleiri guðum, og þó æðstur þeirra. Hann er ekki himin-
hátt yfir mennina hafinn; hefir því hálfgjöran beyg af þessari
skepnu sinni; óttast það, að maðurinn muni verða sér ofjarl sið-
ar meir, og vill því varna honum andlegs þroska. Það á að vera