Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.05.1927, Qupperneq 5

Sameiningin - 01.05.1927, Qupperneq 5
i3i var bundið, að fara lieim til mæðra sinna. Skyldu þá allir færa móður sinni smágjafir, brauðköku, eða annað sælgæti. Var það mörgu heimili mikill gleðidagur. “Mæðradagur” sá, sem nú er farið að halda hátíð- leg'an í Maí-mánuði, er á þann hátt til kominn, að stúlka nokkur í Philadelphia, Anna Jarvis að nafni, misti móð- ur sína skömmu eftir aldamótin. Hafði hún unnað móður sinni mikið og setti sér það, að helga einn dag á ári hverju minningu hennar sérstaklega. Lagði hún þann dag jafnan blóm á leiði móður sinnar og g*af gjafir í minningu um liana. Ungfrú Jarvis kom til hugar, að margar stúlkur aðrar myndi hafa yndi af sama sið, ef þær temdu sér hann. Skrifaði hún því árið 1906 fjölda bréfa til ungra kvenna víðsvegar um land og lagði til, að þær gengist fyrir því hátíðarhaldi hver á sínum stað. Fékk mál þetta svo góðan byr, að þegar árið 1910 var “mæðradagur ” hátíðlegur haldinn í mörgum borgum í Bandaríkjunum. 10. maí 1913, var þingsamþykt gerð í háðum deildum kongressins, á þá leið, að á alþingi og öllum skrifstoifum landstjórnarinnar skyldi mæðradag- urinn vera helgur dagur. Næsta ár fól alþingi forseta Bandaríkjanna að skipa árlega annan sunnudag í maí sem “mæðradag'” í öllu landi. Yfirlýsing þess efnis kom fyrst frá Woodrow Wilson forseta, og skipaði liann svo fyrir, að það ár (1914) skyldi sunnudagurinn 9. maí vera “mæðradagur” um öll Bandaríki. Síðan liafa for- setarnir skipað ’fyrir um daginn árlega, líkt og þeir skipa fyrir um þakkar-hátíðina á haustin. 1 Canada var siður þessi tekinn upp orðalaust, að dæmi Bandaríkjabúa, og gera yfirvöld í borgum og fylkj- um íbúum þeirra árlega aðvart um “Mæðradaginn. ” IJátíð þessi liin nýja hefir átt miklum vinsældum að fagna. Finst þó mörgum æði óþarft að fjölga hátíð- um fram yfir það, sem verið hefir. Bent hefir verið á það einnig, að gamla boðorðið segi eitthvað um það, að maðurinn eigi að heiðra bæði föður sinn og móður. Hvað sem þessu líður, þá er þó vel farið, ef siður þessi verður til þess að auka ást manna og virðingu fyrir foreldri sínu. B. B. J.

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.