Sameiningin - 01.05.1927, Page 6
132
Góðvildar vikan.
Maður hefir naumast undan að lesa um, hvað þá
að átta sig sæmileg-a á nýjum hreyfingum hinna and-
legu vatna. Engum sjáandi og lieyrandi manni fær ])að
dulist, að um víða veröld eru ótal góðir menn um það
eitt að hugsa, hvernig bæta megi hag og liugarfar niami-
anna í þessum hatursfulla heimi. Virðing og vegsauki
er það kirkjunni, að oftast snóa menn sér til hennar með
umbóta-hugmyndir sínar og hiSja hana að taka þær til
uppeldis. Svo er með hreyfingu þá, sem nú um ræðir.
Stjórnarvöld margra ríkja biðja kirkjuna að taka í sitt
skjól “góðvildar-vikuna”, sem byrjar sunnudaginn 15.
maí. Að dæmi annara lét fylkisstjórinn í Manitoba það
boð út ganga, að skorað væri á alla fylkisbúa að helga
þá viku alla hugsunum og orðum um alheims frið. Prest-
arnir voru beðnir að prédika um frið á jörðu, og í öllum
skólum átti að kenna börnum lexíur friðarins vikuna þá.
Það er með “góðvildar-vikuna” eins og með “mæðra-
daginn ’ ’, að hún er komin og búin að ná hefS og fótfestu
áður en maður veit af henni. Upptökin eru þau, að
árið 1922 bar presturinn Gwilym Davies, sem er heið-
urs-forstjóri hjálparfélags Alþjóðabandalagsins í Wales,
þá tillögu fram, að börnin í Wales sendu árlega börnum
allra annara landa kærleiks-kveðju og vináttu-boð.
Þetta fékk ágætar undirtektir, og hefir síðan á ári hverju
blessunarorðum barnanna í Wales verið víðvarpað frá
radió-stöSvunum á Bretlandseyjum og frá Eiffel-tum-
inum í París. Kveðjuorðin nú í ár eru á þessa leið:
“Við, drengir og stúlkur í hertogadæminu Wales
og Monmouthshire, lieilsum með fögnuði drengjum og
stúlkum í öllum öðrum löndum undir sólinni. Viljið þið
ekki, miljónum saman, sameinast í bæn um það, að GuÖ
blessi viðleitni góðra manna og kvenna, sem að því vinna
af öllum kröftum víÖsvegar um heim, að gamlar deilur
verði jafnaðar án blóðsúthellingar? Þá verður engin
þörf á því, að við, þegar við stálpumst, sýnum ást okkar
til þess lands, sem við búum í, meÖ því að hata og drepa
hvert annað. Lengi lifi Bandalag þjóðanna, — vinur