Sameiningin - 01.05.1927, Page 9
i3S
Fimtíu og fimm ríki hafa. þegar gengið í Bandalag-
ið. Á ári hverju heldur Bandalagið þing í Genf. Mæta
þar þrír fulltrúar fyrir hvert- ríki. Milli þinga liefir
ráðið (Council) stjórn Bandalagsins með höndum. Hef-
ir það árið um kring aðsetur í Genf. Allar gerðir bæði
þingsins og ráðsins eru opinberar og er það nýlunda, að
ræða millilandamál fyrir opnum dyrum og mikil umbót.
á launmakki því, sem áður tíðkaðist.
Ríkin, sem í Bandalaginu standa, eru bundin þessum
skilyrðum:
“1. Að skoða enga ófriðarbliku, hve fjarlæg sem
er, óviðkomandi.
2. Að láta mál annara ríkja afskiftalaus að fyrra
bragði.
3. Að verja Bandalagsríkin fyrir árásurn annara.
4. /Að leggja deilumái Ymdir gerðardóim Bianda-
lagsins.
5. Að hlvða úrskurðum gerðardóma.
6. Að leggja ekki út í ó'frið móti samlþykki Banda-
lagsins.
7. Að bíða að minsta kosti þrjá mánuði eftir að á-
ikvörðun er tekin, áður en lagt er út í ófrið.
8. Að taka þátt í sambands- og viðskiftasliti við
hverja þá þjóð, sem leggur út í ófrið án samþykkis
Bandalagsins.” *)
Af þessu má sjá, að grundvöllur sá, er Þjóðbanda-
lagið hvílir á, er rúmmálsihikill og traustur.
Hér við bætist enn tvent, .sem mikilvægt má telja og
nú er komið undir stjórn Bandalagsins: Alþjóðadóm-
stóllinn í Haag og alþjóða samtök um bætt kjör verka-
íýðsins.
Þótt enn sé ekki liðin nema átta ár frá stofnun Banda-
lagsins, hefir það þó þegar unnið mikið verk og fagurt.
Ó'friði hefir það hvað eftir annað afstýrt, viðreist fjár-
hag heilla þjóða (Austurríki), bjargað flóttamönnum
undan ofsóknum harðstjórna, gert afvopnunarmálið að
stórmáli hjá mörgum þjóðum, leiðbeint samgöngumálum
*) Sbr. “Eimreiðin”, Okt.-Des. 1925.