Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.05.1927, Qupperneq 11

Sameiningin - 01.05.1927, Qupperneq 11
137 ólskra manna sé jafn-rétthá trúarbrögðum annara manna, eða ekki. Allir viðurkenna það. Þegar í önd- verðu var sá grunnsteinn lagður undir þjóðfélag Banda- ríkja, og síðar þaulvígður, að allir menn skyldu hafa fullkomið trúarbragðafrelsi, og engum þar gert hærra undir höfði en öðrurn,—triíarbrögð manna því einu skil- yrði bundin, að þau aldrei komi í bág við borgaralegar skyldur eða lög ríkisins. Það var hinn annar horn- steinn þjóðfélagsins frá öndverðu, frá þessu sjónarmiði skoðað, að um aldur og æfi mætti kirkjan aldrei segja stjórn landsins fyrir verkum, eða skifta sér af athöfnum hennar. Nú standa þá umræðumar um það, hvort kaþólsldr menn sé svo settir, að þeir geti varist afskiftum kirkju- legra yfirvalda sinna, ef þeir fara með vald ríkisins. Með öðrum orðum: eru kaþólskir menn háðir æðri stjórn, samkvæmt trúarskoðunum sínum, heldur en stjórn ríkisins? Þetta eru kaþólskir menn, ekki síður en aðr- ir, tilknúðir að gera sér grein fyrir um þessar mundir. Smith ríkisstjóri, sem umræðurnar ha'fa spunnist út af, hefir lýst því yfir s'kýrt og drengilega, að þrátt fyrir það, að hann sé kaþólskur maður og kirkju sinni trúr, þá sé hann engum þeim böndum bundinn, sem komið geti í bág við embættisskyldur hans, þótt hann væri forseti þjóðarinnar. 1 ágætri greinargjörð fyrir aðstöðu sinni, hefir Mr. Smith lýst því yfir með ótvíræðum orðum, að hann neiti því, að yfirvöld kirkju sinnar hafi nokkra heimild til þess að skifta sér af löggjöf þjóðarinnar, að hann viðurkenni algjört samvizku-frelsi og jafngildi (equality) allra kirkna, trúarflokka og trúarskoðana, og að hann trúi því, að allir menn séu bræður og börn Guðs. Þessar yfirlýsingar hins mæta kaþólska manns liafa vakið afarmikla eftirtekt og veitt mikinn fögmuð mörgum þeim, er unna víðsýni og frelsi í andlegum efnum. En svo er spurt: getur maðurinn staðið við þessar fögru yfirlýsingar og samt sem áður verið trúr kirkju sinni og trúarjátningum liennar? Það getur hann ekki, nema svo sé, að kaþólska kirkj- an sé fallin frá sumum grundvallar-atriðum kenningar

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.