Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.05.1927, Blaðsíða 15

Sameiningin - 01.05.1927, Blaðsíða 15
I4i þá að eins verður kærleikurinn manninum eiginlegur, þá koma góðvildin og friðurinn eins og’ náttúrlegir ávextir af rótinni, sem gróðursett er í hjartanu. Sá maður leggur því mest til friðarríkisins hér á jörð, sem m.est getur gert til þess að glæða í hjörtum manna lifandi trú á Jesúm Krist; sá, sem mest getur stuðlað að því, að Kristur verði í hjörtum manna að verulegu stórveldi, — hans andi stjórni þar öllu. Um þessar mundir hljómar hvarvetna sym’fónía friðarins fyrir eyrum, í þeim löndum öllum, sem menn af hinum hvíta kynflokki byggja, Sérstaklega setja nú margar miljónir manna traust sitt til “Bandalags þjóð- anna” (League of Nations). Vonin rís hátt, — sú von, að hin æðsta hugsjón allra helgra manna og siðspekinga, bræðralags-hugsjónin, verði veruleiki. Menn eru farnir að vona, að liinn fagri draumur hins enska skálds kunni að rætast og sá tími komi og isé þegar kominn, “þá her- drumburnar hljóma ei lengur, og gunnfánarnir eru sam- an vafðir á allsherjar þingi manna, í bandalagi allra þjóða.” Þessar háleitu hugsjónir hljóta að fá fylstu samúð sérhvers kristins hjarta, Svo 'framarlega, sem andi Drottins Je.sú er í hjörtum vorum, þá gefum vér þeim alt það fylgi, sem vér megum. Guð gefi hugsjónum friðarins byr urn a.llan heim. En allsherjar hugsjón friðarins leggjum við ekkert lið, nema ;að því leyti sem við leggjum rækt við góðvild- ina í hugarfari sjáífra okkar og eflum frið og bræðralag í mannfélaginu, sem næst okkur er. Við getum ekki annað unnið fyrir alheims-friðinn en það, að efla friðinn og góðvildina með okkur sjálfum. Friðarríkið byrjar í hjörtum okkar sjálfra. Þann skerf ber hverjum manni að leggja til alheimsfriðarins, að friða hjarta sjálfs sín. Góðvildin verður að eiga rót sína heima fyrir í hjarta manns sjálfs, svo maður geti ge'fið bræðrum sínum ávöxt hennar. Alt of mikið er gengið fram hjá sjálfs sín heimalandi, þegar menn tala um góðvild og frið í heiminum. Altof mörgum mönnum er svo illa farið, að þeir vilja fúslega uppræta illgresi í

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.