Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.05.1927, Síða 18

Sameiningin - 01.05.1927, Síða 18
144 ir páska hljóðaÖi guðspjalls-lexían um þa8, hvernig hinn upprisni og dýrlegi Drottinn er meÖ okkur öllum lærisveinum hans alla tíma meÖan við erum hér á jörð; og vér hugleiddum þá trúar- reynslu, sem viö sjálfir höfum fyrir návist hans, og stöðu hans' vor á meðal sem hinn góði hirðir lífs vors. Og nú i dag, á 3. sunnudegi eftir páskana, er oss boðað það háleita fagnaðarefni, að innan skamms fáum við allir að sjá hann augliti til auglits og vera í dýrðinni með honum. Og nú skulum vér meö guðrækilegu hugarfari hugleiða ]jað, sem vor sæli herra, segir oss í texta dagsins í dag um samfund- inn við hann og dýrðina, sem við eigum i vændum, heima hjá hon- um og föður hans og ok-kar. Það eru þrjú aðal-atriði í samtali Jesvi við lærisveinana, sem að þessu máli lúta. 1) Hvenœr samfundurinn verður og livernig; 2) Hvar s'amfundurinn verði; og 3) Með hverjum ummerkjum sú breyting verði á oss, sem flytur oss heim til hans í dýrðina. Hvenær og hvernig þaö verður er tekið frarn með þessum orðum herrans Jesú: “Innan skamms,” og “þér munuð sjá mig.” Við tökum orðin “innan skamms,” í þeirra víðtæku og al- mennu merkingu. Þau boða okkur það, hverjum og einum, að það verði ekki langt þangað til við fáum að sjá og vera meö Jesú; það vei'ði “innan skamms.” Auðvitað er við það átt, að mjög bráðlega fáum við öll að færa bústað okkar heim á ódáinslönd Drottins. Það á hverjum sönnum lærisveini Jesú að vera inndæl tilhugsun. Og öllum, sem hér á jörðu hafa margt að stríða við og hér þreytast undir byrðum mótlætis og sorga, er það talið til huggunar og hughreystingar, að “innan skamms” fái þeir að losast og fara þangað, sem frelsarinn bíður þeirra með opnum örmum Það er mótlætisbarnanna óbilandi trúar-styrkur. Og«að sínu leyti eins er þessi tilhugsun sífeld uppspretta æðstu gleði fyrir þá, sem njóta frá stundlegu sjónarmiði gæfu og gengis í lífinu hér. Gleð- innar jarðnesku fá menn svo aðeins notið, að þeir viti, aö gleðin er ævarandi og enginn fær tekið fögnuðinn frá manni. Svo hvort sem lifið er okkur blítt eða strítt, þá er kjölfesta lífsins öll í þeirri trú falin, að innan skamms sé fyrir höndum eílíf sæla og óum- ræðileg dýrð, Og frá því hvernig endurfundurinn verður, er sagt í þessurn fjórum orðum: “Þér munuð sjá mig.” Hér er ekki farið dult með. Hér er heldur ekki um smáræði að ræða. Okkur er heitið því með berum orðum, að við skulum fá að sjá Jesú sjálfan. Eg veit ekki hvort við einu sinni reynum að gera okkur grein fyrir þessari fullyrðing frelsarans. Eg er hræddur um, að við hugsum

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.