Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.05.1927, Page 25

Sameiningin - 01.05.1927, Page 25
þó þú sért umkringdur af vinum og lifir auð og alls nægtir, þá óskar þú samt að þú værir annarsstaðar, eða ættir eitthvað sem þú hefir ekki eignas't ennþá? Heimurinn kallar það met- orðagirnd. Læknarnir kalla þaö tauga-æsing. Vinir þínir kalla það kviklyndi. Eg kalla það hungur■—djúptækt, skerandi, óseðj- andi hungur. Það byrjar með fæðingunni og sefast ekki fyr en við finnum Guð. Það er þessi leit, þessi gröftur, þessi þrá, þessi barátta, þessi ráðslögun og eftirsókn eftir einhverju, sem við öðl- umst ekki. Auðurinn segir: “Það er ekki hjá mér. ” Vísindin segja: “Ekki hjá oss.” Heimslofið segir: “Ekki hjá mér. ’ Hvar er það þá að finna? Hjá hvaða vatnslindum leynist það? I hvað lundi hvilir það? Hvar er það borið fram í orustu? Eða finst það á einhverjum dánarbeði? Segið mér, er ekkert til, sem fullnægi vængjuðum og ódauðlegum anda mannsins? í samneyti við Guð, í óbifanlegu og eilífu trausti á honum, þar er algjör fró. Salómon lýsir því hnossi; líkir því við fráan hjört, við legubekk konungsins, við Krókus og Kalamus; við hvitar tennur, við hendur hlaðnar gullhringjum; við fílabeinsturna og skrautmyndir;—en Kristur kallar það brauð ! Ó, þú hungraða sál, sem þó ert ódauðleg, hví kemur þú ekki og þiggur það? Þangað til syndir þínar eru fyrirgefnar, finnur þú enga fró. ViS vitum ekki hvenær að því kemur, að hundarnir veitast að okkur. Við búum í kastala og vitum ekki hvenær hann muni verða um- setinn. En þegar við í eirðarleysinu gefum gaum að friðandi rödd Jesú Krists, þá sefast óróleikinn að eilífu. En hjálpin kemur ekki frá þessum heimi. Verzlunarmaður í Antwerpen lánaði Karli keisara hinum finita' geysimikið fé og tók veðbréf fyrir. Einn góðan veðurdag bauð kaupmaður þessi keisaranum til máltíðar, og á meðan þeir sátu undir borðum og veizlugestirnir með þeim, lét húsráðandi kveikja eld á fati á miðju borðinu. Svo tók hann veðbréfið, sem keisarinn hafði gefið honum, og hélt því í loganum, þangað til þa'ð var brunnið upp. Keisai'inn hrósaði happi og gestirnir samglöddust honum. Þegar skjalið brann, var enginn stafur framar til fyrir skuldinni. Við erum veðsettir guðlegu réttlæti; erurn í skuld við Guð, svo stórri að hún verður aldrei borguð. En Drottinn býður dkk- ur í veizlu fagnaðarerindisins, og leggur skuldaskjalið í loga kross- kva'anna; og það er að eilífu brunnið upp. Svo fór fyrir ræn- ingjanum á krossinum, sem var að því kominn að gefa upp önd- ina í örvæntingar-myrkri; dómurinn var f ram undan; sálin var

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.