Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.05.1927, Síða 28

Sameiningin - 01.05.1927, Síða 28
154 V8 höfum deytt son GuÖs með syndum okkar. Er nokkur vegur að forða sér? Já. GuÖ sjálfur segir viÖ okkur: “ÞiS áttuð ekkert meÖ aÖ dey8a soninn minn með syndum ykkar. Þið ættuð að deyja, en eg hefi heitið ykkur frelsun. Eg gaf ykkur heit um eilíft lxf fyrir trúna á minn eingetinn son, sem bar syndir ykkar á eigin lílcama sínum upp á tréð; og frelsun skuluð þið fá. Forðið ykkur.” En eg er aðeins hestasveinn Di'ottins, og eg leiði ykkur að reiðskjótanum og bið ykkur að komast á bak í skyndi og ríða burt. Á þessari sléttu munuð þið farast. Komist til föðurhús- anna. Þá munuð þið lifa. Ykkur er veitt eftirför, hafið hraðan við; flýið, flýiÖ! Annars' mun brúni hesturinn ná þeim hvíta, og öxin kljúfa hjálminn og sundra bi'ynjunni. Og í þessari ógnar hættu sem vofir yfir andanum ódauðlegum í brjósti ykkar, þá varið ykkur á því, að meta ekki öskuna meira en brauðiÖ. G. G. Hljómlistin í Fyrstu lút. kirkju í Winnipeg. Stórstígum framförum tekur hljómlistin með hverju ári í Fyrsta lút. söfnuði í Winnipeg. Safnaðar söngflokkarnir eru tveir, yngri og eldri flokkarnir, og auk þess hljóðfæraflokkuidnn, sem í eru um 25 manns. Á þessu vori hafa flokkarnir afkastað miklu. Má fyrst telja helgisöng þann ('cantataj út af pínu og dauða Krists, sem sunginn var á föstudaginn langa af svo mik- illi list og tilfinningu, að enginn getur gleymt. Þá má og nefna sönginn mikla á ungmennamótinu. Mesta eftirtekt hefir það þó vakið, er eldri söngflokkur safnaðarins tók þátt i sönghátíðunum almennu í Vestur-Canada, nú fyrir skemstu, og bar þar sigur úr býtum í samkepni við aðra kirkjusöngflokka og færði kirkju sinni heim verðlaunaskjöldinn. Á sönghátíðum þeim vann og hljóÖ- færa-flokkur sunnudagss’kólans frægan sigur og varði með heiðri og sóma, nú í þriðja sinn, sigurskjöld þann, er hann hlaut fyrir fjórum árum á sönghátíðinni þá. Foringi og kennari hljóðfæra- flokksins er hr. Stefán Sölvason, en söngflokkunum báðum stýr- ir hr. Páll Bardal, organistinn er hr. Steingr. K. Hall, Meiru varðar það þó en þessir sigrar út á við, að hvern helg- an dag má heita að sönghátíð sé í kirkjunni og sunnudagsskólun- um. Og enn mestu varðar það, að söngurinn allur er réttnefnd-

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.