Fréttablaðið - 24.03.2011, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 24.03.2011, Blaðsíða 2
24. mars 2011 FIMMTUDAGUR2 REYKJAVÍKURBORG Engir skólagarð- ar verða í boði fyrir reykvísk börn næsta sumar. Garðarnir verða h i n s ve g a r boðnir til leigu undir matjurta- garða fyrir fjöl- skyldur. „Ástæðan er sparnaður og hagræðing,“ segir Gunnar Hersveinn, upp- lýsingafulltrúi umhverfissviðs borgarinnar. Foreldrar hafa greitt þrjú þúsund krónur fyrir hvern skika sem börn hafa fengið í skóla- görðunum. Innifalið í gjaldinu var bæði útsæði og starfsfólk sem aðstoðaði börnin. Að sögn Gunn- ars var kostnaður borgarinnar af skólagörðunum í fyrra 24 milljón- ir króna. Til samanburðar eiga fjölskyld- ur að greiða 4.200 krónur fyrir sams konar skika sem er tuttugu fermetrar. Það eina sem fylgir er aðgangur að útikrana með köldu vatni. „Gert er ráð fyrir að Fjöl- skyldugarðar komi út á núllinu,“ segir Gunnar. Að sögn Gunnars dalaði aðsókn í skólagarðana fram til ársins 2007. „Eftir hrunið jókst áhuginn aftur og það hefur verið eftirspurn eftir matjurtagörðum fyrir almenning,“ segir hann. Hægt verður að leigja garða í Breiðholti, Árbæ, Vesturbæ, Foss- vogi, Laugardal og Grafarvogi. Aðspurður segir Gunnar að úthlut- unarreglurnar séu einfaldar. „Fólk er skráð þar til garðarnir eru orðnir fullir,“ upplýsir hann. Um sex hundruð skikar eru í boði. Þá stendur Reykvíkingum áfram til boða að leigja 100 fermetra garð- land í Skammadal ofan við Mos- fellsbæ fyrir 4.600 krónur. Hagræðingin á ekki eingöngu að felast í hækkaðri garðleigu og minni tilkostnaði vegna sumar- starfsfólks og útsæðis. Fram- kvæmda- og eignasvið borgarinn- ar hefur nú tekið yfir húsakostinn við skólagarðana og hyggst nýta hann til að afla tekna. Þannig hefur verið sótt um leyfi til að fá að leigja þrjú húsanna til dagfor- eldra. Þau hús eru við Logafold í Grafarvogi, við Bjarmaland í Foss- vogi og við Holtaveg í Laugardal. „Nú þegar eru dagforeldrar komnir með á leigu nokkur hús við gæsluvelli borgarinnar og hefur það komið vel út fyrir alla,“ segir eignasviðið í leyfisumsókn sinni. Við gæsluvellina leigi tveir dagfor- eldrar hvert hús saman og reiknað sé með því sama hvað skólagarða- húsin varðar. gar@frettabladid.is Eva María, er Ísland þá hinsegin land? „Það er bæði öðruvísi og hýrt.“ Eva María Þórarinsdóttir Lange hefur ásamt kærustu sinni opnað ferðaskrif- stofuna Pink Iceland sem sérhæfir sig í þjónustu við samkynhneigða. Eva María segir Ísland vel í stakk búið til að taka við hinsegin ferðamönnum enda sé rétt- indabaráttan hér langt á veg komin. Skólagarðar aflagðir en leigðir fjölskyldum Börn í Reykjavík munu ekki geta skráð sig í skólagarða eins og síðustu áratugi. Spara á 24 milljónir króna. Í staðinn á að leigja skikana í görðunum til fjöl- skyldna. Leigja á húsin við þrjá skólagarða undir starfsemi dagforeldra. LIÐIN TÍÐ Reykjavíkurborg er að spara og því verður starfsemi Skólagarðanna hætt. Komið verður til móts við eftirspurn með því að leigja skika í görðunum til almenn- ings. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI GUNNAR HERSVEINN DÓMSMÁL Eigandi skemmtistaðar- ins Sjallans á Akureyri, karlmaður nær sextugu, hefur verið dæmdur í Héraðsdómi Norðurlands eystra til að greiða 400 þúsunda króna sekt í ríkissjóð fyrir brot gegn lögum um brunavarnir á staðnum. Þegar slökkviliðsstjórinn á Akureyri skoðaði eldvarnir húss- ins að beiðni lögreglu aðfaranótt sunnudagsins 21. febrúar 2010 kom í ljós að allar flóttaleiðir voru ófærar. Meðal skemmtiatriða í húsinu umrætt kvöld var eld- gleypir sem lék listir sínar fyrir gesti staðarins. Taldi dómurinn það ekki hafa minnkað alvarleika málsins. Fram kom að umrædda nótt hafi Sjallinn verið opinn fyrir almennt skemmtanahald með brunavarn- ir á skemmtistaðnum í miklum ólestri. Við skoðun hafi komið í ljós þeir ágallar á brunavörnum að neyðarútgangur á suðausturhorni hússins hafi verið skrúfaður fast- ur og aðrar flóttaleiðir gesta ýmist bilaðar, eða hindraðar með stólum, bjórkútum, snjó og fleiru og slökkt hafði verið á brunavarnarkerfinu. Slökkviliðsstjóranum tókst ekki að sparka upp hurðinni á neyðar- útganginum þótt hann reyndi það. Eigandinn játaði sök fyrir dómi. - jss Eigandi Sjallans dæmdur til að greiða 400 þúsund krónur í sekt: Eldgleypir skemmti í brunagildru SJALLINN Á AKUREYRI Brunavarnir og eftirlit hafa verið stórlega bætt. ALÞINGI Lilja Mósesdóttir og Atli Gíslason sitja hvort í sinni fasta- nefnd þingsins eftir nefndakosn- ingar í gær. Í kjölfar úrsagnar þeirra úr þingflokki Vinstri grænna misstu þau sæti sín í fastanefndum og var útlit fyrir að þau tækju ekki frekari þátt í nefndastörfum þingsins. Að tilstuðlan Margrétar Tryggvadóttur í Hreyfingunni varð að samkomulagi að Lilja tæki sæti í efnahags- og skatta- nefnd og Atli í sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd. - þj Atli og Lilja eftir úrsögn: Sitja hvort í sinni nefndinni EIN NEFND HVORT Atli Gíslason og Lilja Mósesdóttir eru nú í einni fastanefnd alþingis hvort. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN MENNING Fréttablaðið birtir næstu daga þrjá texta sem urðu hlutskarpastir í Áttu orð? – textasamkeppni hugvísindasviðs Háskóla Íslands. Hugvísindasvið efndi til sam- keppninnar í tilefni af aldar- afmæli háskólans og var hún opin öllum nemendum, kenn- urum og öðrum starfsmönnum HÍ. Hátt í 200 textar bárust í keppnina. Dómnefnd valdi úr 25 texta sem voru til sýnis í Kringlunni en 19. mars var tilkynnt hvað þrír textar dómnefnd þóttu skara fram úr. Fréttablaðið birt- ir í dag textann sem lenti í þriðja sæti: „Guðs dýrðar Kanaan“ eftir Þórdísi Eddu Jóhannesdótt- ur. - bs / sjá síðu 36 Textasamkeppni HÍ: Fréttablaðið birtir verð- launatextana LANDSDÓMUR Saksóknari Alþingis er löglega kjörinn þrátt fyrir að hann hafi ekki verið kjörinn á sama þingi og ákvað að ákæra skyldi Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, fyrir landsdómi. Þetta kemur fram í dómi landsdóms, sem hafnar kröfu Geirs um að máli á hendur honum verði vísað frá. Í lögum um landsdóm segir að þegar Alþingi ákveði að ákæra fyrir landsdómi skuli „jafnframt“ kjósa saksóknara til að sækja málið. Eftir að ákveð- ið var að ákæra Geir var þingi slitið og var því sak- sóknarinn kosinn á nýju þingi. Það taldi verjandi Geirs gera það að verkum að saksóknarinn væri ekki rétt kjörinn og því ætti að vísa málinu frá. „Á kosningu saksóknara [...] urðu engar slíkar tafir að til réttarspjalla gætu horft gagnvart [Geir],“ segir í dómi Landsdóms. Þar segir jafnframt að ekki sé hægt að líta svo á að ákvörðun um að ákæra og ákvörðun um saksókn- ara verði að koma fram í einu og sama þingmálinu. Kosning Alþingis á saksóknara sé því lögleg. - bj Landsdómur hafnar kröfum Geirs H. Haarde um að ákæru verði vísað frá: Saksóknarinn löglega kjörinn ÁKÆRÐUR Kröfu Geirs H. Haarde um að ákæru á hendur honum fyrir landsdómi yrði vísað frá hefur verið hafnað. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI BRETLAND, AP Breska lögreglan býr sig nú undir fjölmennan mótmælafund, sem boðað hefur verið til í London á laugardag gegn efnahagsaðgerðum stjórn- valda, sem bitnað hafa harkalega á almenningi. Talið er að mótmælin verði ein þau fjölmennustu sem efnt hefur verið til um árabil. Lögreglan hefur nú boðað að hún ætli að nota samskiptasíðuna Twitter til að ná eyrum mótmælenda jafn- skjótt og eitthvað kemur upp á, meðal annars til að kveða niður orðróm, draga úr áhyggjum og koma viðvörunum á framfæri. - gb Bretar búast til mótmæla: Lögregla boðar Twitter-notkun HEILBRIGÐISMÁL Sala á neftóbaki rúmlega tvöfaldaðist á sjö ára bili frá 2003 til 2010, úr 11,7 tonnum upp í 25,5 tonn. Þetta kom fram í svari Guð- bjarts Hannessonar velferðarráð- herra í gær við fyrirspurn Sivjar Friðleifsdóttur um tóbaksnotkun hér á landi síðustu sjö ár. Þar kom líka fram að sífellt drægi úr reykingum þar sem rúm 14 prósent Íslendinga reyktu á síðasta ári og íþróttaiðkendur væru síður líklegir til að reykja. - þj Tóbaksnotkun á Íslandi: Neftóbakssala tvöfaldaðist 490 milljónir til Noregs Tveir heppnir Norðmenn skiptu með sér fyrsta vinningnum í Víkinga lottó- inu í gær. Þeir fengu 245 milljónir króna hvor. VÍKINGALOTTÓ PORTÚGAL, AP José Socrates sagði í gær af sér embætti forsætis- ráðherra Portúgals. Afsögnin kom eftir að stjórnarandstöðu- flokkarnir tóku sig saman um að hafna frumvarpi hans um niður- skurði á ríkisútgjöldum. Stjórnarandstöðunni fannst sem niðurskurðurinn gengi of langt og hafnaði því lögunum. Socrates sagði í yfirlýsingu að höfnunin gerði honum ómögulegt að tryggja efnahagslega framtíð landsins, en skuldastaða Portú- gals verður rædd á leiðtogafundi Evrópusambandsins í dag. - þj Hræringar vegna skulda: Ríkisstjórnin í Portúgal fallin SPURNING DAGSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.