Fréttablaðið - 24.03.2011, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 24.03.2011, Blaðsíða 36
24. MARS 2011 FIMMTUDAGUR4 ● geðhjálp Höskuldur Sæmundsson tók við sem framkvæmdastjóri Geð- hjálpar í maí á síðasta ári. „Ég var beðinn um að taka þetta að mér tímabundið en nú hefur verið gert samkomulag um að ég haldi áfram enda líkar mér mjög vel og stjórninni virðist líka mín störf,“ segir Höskuldur, sem hefur lengi verið viðloðandi rekstur á félagasamtökum. Hann segir að hallarekstur hafi verið á félaginu undanfarin ár en að þegar hafi náðst góður árangur og að reksturinn sé í betra horfi. „Við höfum þurft að taka fjár- málin í gegn og höfum meðal annars fækkað þeim dögum sem er boðið upp á mat í þrjá í viku. Þá höfum við lækkað starfs- hlutfall allra starfsmanna og lokum nú eftir hádegi á föstu- dögum. Eins höfum við alveg lokað fyrsta föstudag í mánuði.“ Höskuldur segir skjólstæðingana hafa sýnt þessu skilning og að starfsemin sé á fullu þrátt fyrir breytingar. „Takmarkið er að ástandið í samfélaginu sé þannig að sam- tök eins og Geðhjálp séu óþörf og því eiginlega vasamarkmið hjá mér að hægt verði að leggja þau niður. En það er auðvitað fjarlægur draumur og samtök- in verða til staðar hér eftir sem endranær. Það er mikil barátta fram undan og nógu að sinna.“ Hefur náð góðum tökum á rekstrinum Hallarekstur hefur verið á félaginu undanfarin ár en reksturinn er nú kominn í betra horf. MYND/VALLI að sofna á kvöldin með því að setja á mig heyrnartól og hlusta á tón- list. Um leið og slokknaði á tónlist- inni heyrði ég í röddunum og vakn- aði.“ Raddirnar ýttu undir rang- hugmyndir. Jóhanna upplifði að allir væru að fylgjast með henni og jafnvel að verið væri að njósna um hana. Jóhanna var sett á rétt lyf þar sem byrjað var á litlum skammti og ljóst var að þau virkuðu því Jó- hanna fann strax mun. „Læknir- inn gerði mér samt strax ljóst að ég yrði ekki læknuð á einum degi – ég var búin að vera langvarandi veik lengi og það hafði tekið sinn toll, jafnt andlega sem líkamlega. Þar sem ég er næm fyrir aukaverkun- um var lyfjaskammturinn smátt og smátt stækkaður. Raddirnar og ranghugmyndirnar fóru minnkandi þótt það gerðist hægt og í dag heyri ég smá óm – það verður allt mitt líf. Það truflar mig samt ekki, ég er sama manneskja og ég var og ég get átt eðlilegt líf – bara með sjúk- dóminn geðklofa, sem er sjúkdóm- ur sem getur skotið sér niður hvar sem er, líka hjá venjulega fólkinu þar sem engin fjölskyldusaga er um geðklofa.“ Sigurinn er stór fyrir Jóhönnu. Hún getur sinnt vinnu, stundað nám og lagt rækt við sín hugðarefni auk þess sem hún forðast ekki samneyti við fólk heldur nýtur þess að vera í góðum tengslum við ástvini sína. „Það gefur manni rosalega mikið að geta sagt öðrum að það er hvorki dauðadómur að greinast með geð- klofa né þýðir það að gott líf sé úti- lokað. Ég gleðst yfir að hafa feng- ið tækifæri til þess og mér finnst mikil vægt að fólk viti hvernig þetta er. Þrátt fyrir að líkamlegir sjúk- dómar geti verið mjög erfiðir á fólk yfirleitt hugsun sína í friði en geðklofar eru sviptir því að hafa vald yfir huga sínum,“ segir Jó- hanna. „Heilbrigt líferni skiptir líka öllu máli, nægur svefn og að borða reglulega. Ég leyfi mér ekki að hlaupa út og sleppa morgunmat til dæmis. Einnig er mikilvægt að sjúklingar með geðklofa drekki alls ekki og ég er heppin hvað það varð- ar – að ég hef aldrei smakkað vín.“ Jóhanna segist ætla að halda áfram að skrifa um sjúkdóm sinn meðan hún hefur frá einhverju að segja. „Kannski verð ég einn dag- inn búin að tjá mig um þetta. Nú nýt ég þess að stunda söngnám hér í Stykkishólmi og vinna fjóra tíma á dag í leikskólanum. Ég hef yndi af búskapnum og dýrunum og er auk þess að taka utanskólanám á list- námsbraut Verkmenntaskólans á Akureyri.“ - jma Framhald af forsíðu BLOGGAÐ Á SUNNUDEGI 27. febrúar 2011 klukkan 20:27 Geðveikin, þessi undarlegi heimur, heimur sem ég þoli ekki og á erfitt með að sætta mig við en þykir jafnframt örlítið vænt um. Hann er litríkur eins og maður getur ímyndað sér himnaríki og dökkur sem helvíti. Hann er jú hluti af mér og verður alltaf, hann hefur markað mig og gert mig sterka og sært mig óendanlega mikið. Raddir sem segja mér hverju ég á að trúa um mig og veröldina okkar ráðskast með mig og hafa á mér ógnvekjandi heljartak. Geta ekki sofið í 6 mánuði vegna þeirra eða fá hausverk sem enginn skilur hversvegna er í meira en mánuð og geta ekki sofið. Vill einhver prófa? Að vera sagt fyrir verkum, gera eitthvað sem mig langar ekki til að gera, hugsað eitthvað sem mig langar ekki til að hugsa en það er þarna samt, samanofið huga mínum og stjórnar mér. Af hverju kom þetta fyrir mig? Hvað gerði ég til að verðskulda þetta? Ég sem hef aldrei gert neitt rangt, ég hef ekki smakkað áfengi, ég hef aldrei farið illa með neinn, aldrei beitt ofbeldi. Ég var og er alltaf litla góða stelpan … En ég hef lært með því að lesa blogg eftir aðra og greinar, að það skiptir engu máli hver þú ert, hvernig þú lítur út, hvort þú átt fullkomnustu fjöl- skyldu í heimi, hvort þú ert klár eða heimskur, það skiptir engu máli hver þú ert þetta bara ger- ist. En þegar þér batnar geturðu ráðið hvort þú vilt lifa góðu lífi og leggja allt á þig til að ná eins góðum bata og þú vilt. Það er ein besta ákvörðun sem ég hef tekið og stendur enn. THE PAIN! 31. maí 2010 klukkan 08:50 Var alveg hreint frábær dagur í gær, við smá-bændurnir í nýræktinni vorum með opinn dag fyrir alla og kom hellingur af fólki. Ekki spillti fyrir veðrið og staðsetningin sem er hreint æðisleg. Á svona dögum þakka ég mínum sæla fyrir að vera komin á réttu lyfin svo ég geti verið með. Svona dagar fá mig líka til að hugsa og mér finnst ég vera heppin. En hvað um það, þegar sjúkdómurinn er ekki að trufla mig, nýt ég þess að vera innan um fólk, mér gengur vel að læra og sinni því af áhuga sem ein- kunnirnar mínar á bilinu 7-9 segja vel til um og ég mæti í vinnu þegar ég á að mæta. Mér finnst gaman að ferðast og ég sinni áhugamálunum mínum alltaf þegar færi gefst. Ég hef ferðast tals- vert bæði innanlands og utan, ég elska að koma á hálendið og vera úti í náttúrunni. Þegar ég er ekki veik, geri ég hluti eins og að fara ein til Grænlands og í málaskóla til Ítalíu, prófa Jet-ski, sprungusig og að ganga langar gönguferðir. Mig langar ekkert annað en að vera þessi manneskja, en það er ekkert alltaf sem það er hægt. Í svona veikindabaráttu missir maður líka niður líkamlegt þrek en ekki bara það and- lega, eins og nóvembermánuður 2006 sagði til dæmis til um. Jóhanna heldur úti vefsíðunni omarsdottir.bloggar.is Velferðarsvið Reykjavíkur og Geðsvið Landspítalans gerðu með sér samstarfssamning um rekst- ur vettvangsgeðteymis árið 2010. Samningurinn, sem er tilrauna- verkefni til tveggja ára, kveð- ur á um að vettvangsgeðteymið muni veita geðheilbrigðisþjónustu íbúum búsetukjarna, búsetuendur- hæfingarheimila og annarra sér- tækra búsetuúrræða á vegum Vel- ferðarsviðs Reykjavíkurborgar. Þá mun teymið einnig veita stjórnendum og starfsfólki bú- setukjarna, búsetuendurhæfing- arheimila og annarra sértækra búsetuúrræða á vegum Velferðar- sviðs, stuðning og ráðgjöf um fræðslu og handleiðslu. Geð teymið er til húsa að Reynimel 55. Markmið samningsins er að veita fólki með alvarlegar geð- raskanir þverfaglega og einstak- lingsmiðaða geðheilbrigðisþjón- ustu. Vonin er sú að það dragi úr komum og/eða stytti innlagningar- tíma á geðdeild með góðum stuðn- ingi og eftirfylgd teymisins. Þjón- ustan miðar að því að tryggja sam- fellu í þjónustu sem og að auka lífsgæði og færni þeirra til að tak- ast á við eigið líf. Geðteymi heim
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.