Fréttablaðið - 24.03.2011, Blaðsíða 52
24. mars 2011 FIMMTUDAGUR36 36
menning@frettabladid.is
Birtingarmynd Óseyrar í einræðum sögumannsins
er í megindráttum hinn ömurlegi, tilgangslausi
staður. Hins vegar ef staðurinn er settur í
samhengi íbúa þorpsins kemur fram önnur mynd.
Það mætti segja að sögumaðurinn dragi upp mynd
yfirborðsins en tilveran undir yfirborðinu
endurspeglist í íbúum þorpsins og jafnvel stund-
um í orðum sögumannsins sem þó hefur verið hvað
duglegastur í neikvæðni. Þessi tvíbenta afstaða
sögumanns og hin tvöfalda birtingarmynd kemur
meðal annars fram í einni af mörgum veðurfars-
lýsingum þar sem sögumaður segir: „Og himinninn
var framvegis kakkþykkur einsog ketilbotn, því
þetta var svo þýðingarlítill kaupstaður að guði
þótti víst ekki taka því að draga frá sólinni
fyrir þá á daginn eða fægja fyrir þá stjörnurnar
á nóttinni.“ Þessi mynd breytist um leið og sögu-
maður heldur áfram því þá segir hann: „En hver
ábyrgist að það sé betra í öðrum kaupstöðum? …
Mönnum hættir til að leita lángt yfir skamt.
Kanski er veruleikinn á Óseyri við Axlarfjörð,
þegar öllu er á botninn hvolft“ (leturbreyting
mín). Hinn þýðingarlausi kaupstaður er hugsan-
lega veruleikinn. Er þá veruleikinn þýðingarlaus
eða kaupstaðurinn þýðingarmikill? Þessi mót-
sagnar kenndu orð sögumanns beina sjónum að hinu
mannlega. Hvernig getur það hugsast að veru-
leikinn finnist á stað sem yfirleitt lítur út
fyrir að vera tilgangssnauðasti staður í heimi?
Jú, getur ekki verið að tilgangurinn sé jafn-
mikill eða jafnlítill alls staðar? Á Óseyri við
Axlar fjörð býr fólk sem er jafnmikið fólk og
annars staðar í heiminum. Örlög þess og hvers-
dagslegt líf hefur þrátt fyrir allt þýðingu.
Þýðingu fyrir þorpið í heild en einnig fyrir
hvern og einn því maðurinn í eðli sínu er ekki
tilgangslaus. Markmið einstaklingsins geta verið
misháleit en þegar upp er staðið lítur engin
persóna verksins á sig sem tilgangslausa veru.
Þórdís Edda Jóhannesdóttir:
3. SÆTI: Þórdís Edda Jóhannesdóttir, meistaranemi í bókmenntafræði.
Þórdís Edda sendi inn úrdrátt úr tveggja ára gamalli ritgerð sinni um
Óseyri við Axlarfjörð, sögusvið Sölku Völku eftir Halldór Laxness. Hún
hlaut að launum tvo árganga af Ritinu auk bókarinnar Rúnir, afmælisrits
til heiðurs Álfrúnu Gunnlaugsdóttur.
ÁTTU ORÐ? Fréttablaðið birtir þrjá texta sem urðu hlutskarpastir í Áttu orð? – textasamkeppni
Hugvísindasviðs Háskóla Íslands. Tilkynnt var um úrslitin 19. mars. Hugvísindasvið efndi til
keppninnar í tilefni af aldarafmæli Háskólans og var nemendum, kennurum og öðru starfsfólki
skólans boðið að taka þátt. Hátt í 200 textar voru sendir inn. Þriggja manna dómnefnd, skip-
uð lektor í ritlist og tveimur rithöfundum, valdi úr þeim 25 texta sem voru til sýnis í Kringlunni
11. til 19. mars. Gestir Kringlunnar gátu látið skoðun sína í ljós og hafði dómnefnd atkvæði
þeirra til hliðsjónar þegar hún valdi þá þrjá texta sem þóttu skara fram úr.
Áttu orð? Textasamkeppni Hugvísindasviðs Háskóla Íslands
Rússneska kammersveitin Mos-
cow Virtuosi leikur á góðgerðatón-
leikum kaþólsku kirkjunnar sem
haldnir verða annað kvöld.
Sveitin leikur undir stjórn Vla-
dimirs Spivakov, fiðluleikara og
stjórnanda kammersveitarinnar.
Tónleikarnir, sem hefjast klukkan
átta í Kristskirkju, eru til styrkt-
ar íslenskum málefnum og munu
Dagsetur Hjálpræðishersins, Cari-
tas Íslandi, Rússnesk-orþódoxa
samfélagið á Íslandi og Morgun-
athvarf Systra Móður Teresu í
Reykjavík njóta góðs af því fé sem
safnast.
Auk Spivakov koma fram land-
ar hans, þau Nastasia Belukova
sópransöngkona, Zoya Abolits
semballeikari, Eremy Tsukerman
fiðluleikari og Dmitry Prokofiev
sellóleikari.
Á tónleikunum verða flutt verk
eftir Bach, aríur fyrir sópran úr
ýmsum kantötum hans og einnig
sónata fyrir píanó og fiðlu. Miðar
eru seldir á midi.is en aðgangs-
eyrir eru 4.000 krónur.
Þess má geta að Spivakov hefur
fengið viðurkenningu fyrir störf
sín að tónlistar- og mannúðar-
málum. Hann hefur frá árinu
2003 verið tónlistarstjóri og aðal-
stjórnandi Rússnesku þjóðar-
fílharmóníunnar.
- sbt
Góðgerðatónleikar í Kristskirkju
VLADIMIR SPIVAKOV Hefur verið tón-
listarstjóri og aðalstjórnandi Rússnesku
þjóðarfílharmóníunnar síðan 2003.
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
Fimmtudagur 24. mars 2011
➜ Tónleikar
21.00 Hljóm-
sveitin Apparat
Organ Quartet
heldur tvenna
tónleika um
helgina. Þeir
fyrri fara
fram í kvöld kl. 21 á Sódóma. Miðasala
stendur yfir í 12 Tónum. Aðgangseyrir er
2.000 kr. í forsölu.
➜ Leiðsögn
17.30 Borgarbókasafn býður upp á
nýja og fjölmenningarlega þjónustu í
dag kl. 17.30. Gestum er boðin aðstoð
við að leita og lesa fréttir í dagblöðum
og vefmiðlum. Starfsmaður mun
aðstoða við leit og lestur.
➜ Fyrirlestrar
12.00 Sigurður Guðmundsson, forseti
heilbrigðisvísindasviðs, og Maurizion
Murru, læknir, ræða um stöðu þróunar-
samvinnu í Þjóðminjasafninu kl. 12.
Upplýsingar um viðburði sendist á
hvar@frettabladid.is og einnig er
hægt að skrá þá inni á visir.is.
SKRÁMUR MAGNÚSAR Magnús Jónsson, leikari og tónlistarmaður, hefur opnað málverkasýninguna SKRÁMUR í Gallerí
Auga fyrir Auga, Hverfisgötu 35 í Reykjavík. Þetta er fyrsta málverkasýning Magnúsar, sem málar eingöngu á striga. Galleríið er opið
fimmtudaga og föstudaga frá klukkan 15 til 17 en frá 14 til 17 laugardaga og sunnudaga. Sýningin stendur til 27. mars.
„Guðs dýrðar Kanaan“
1
3
5
7
9
2
4
6
8
10
Betri næring - betra líf
Kolbrún Björnsdóttir
Ég man þig - kilja
Yrsa Sigurðardóttir
Fátækt fólk - kilja
Tryggvi Emilsson
Sjöundi himinn - kilja
James Patterson
Djöflastjarnan - kilja
Jo Nesbø
Hinir dauðu - kilja
Vidar Sundstøl
METSÖLULISTI EYMUNDSSON
SAMKVÆMT BÓKSÖLU Í EYMUNDSSON UM LAND ALLT
16.03.11 - 22.03.11
Ljósa - kilja
Kristín Steinsdóttir
Hreinsun - kilja
Sofi Oksanen
Eyjafjallajökull
Ari Trausti/Ragnar TH.
Ja, þessi Emil
Astrid Lindgren