Fréttablaðið - 24.03.2011, Blaðsíða 4
24. mars 2011 FIMMTUDAGUR4
GENGIÐ 23.03.2011
GJALDMIÐLAR KAUP SALA
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
216,078
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
113,65 114,19
185,16 186,06
161,39 162,29
21,639 21,765
20,434 20,554
18,053 18,159
1,4038 1,4120
180,74 181,82
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR
AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is
ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Hallgrímsdóttir sigridurh@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403:
Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is KYNNINGARSTJÓRI: Einar Skúlason einar.skulason@365.is
A
T
A
R
N
A
Nóatúni 4 · Sími 520 3000
www.sminor.is
Glæsilegar vörur nú
á Tækifærisverði.
Komdu í heimsókn
og gerðu góð kaup.
ALÞINGI Staða Jóhönnu Sigurðardóttur er
neyðarleg og grafalvarleg, nú þegar kæru-
nefnd jafnréttismála hefur úrskurðað að hún
hafi sem forsætisráðherra brotið jafnréttis-
lög við ráðningu skrifstofustjóra í forsætis-
ráðuneytinu.
Þetta sagði Þorgerður Katrín Gunnars-
dóttir, Sjálfstæðisflokki, á Alþingi í gær.
Þorgerður sagði að yfirlýsing forsætisráðu-
neytisins vegna málsins væri „hrokafull og
aumingjaleg“; „ekkert annað en húmbúkk og
yfirklór.“ Lítið væri gert úr kærandanum í
greinargerðinni.
Þorgerður sagði að enginn þingmaður hefði
verið stóryrtari vegna brota á jafnréttis lögum
á árum áður en Jóhanna Sigurðardóttir og
vitnaði til þess að hún hefði krafist afsagnar
ráðherra þegar jafnréttislög voru brotin við
skipan í embætti hæstaréttardómara.
Þorgerður spurði hvernig Samfylking og
VG ætluðu nú að standa jafnréttisvaktina að
fenginni þessari niðurstöðu.
Þórunn Sveinbjarnardóttir, Samfylkingu,
sagðist þeirrar skoðunar að málið væri graf-
alvarlegt og úrskurður kærunefndar væri vel
rökstuddur og afdráttarlaus Sigríður Ingi-
björg Ingadóttir, Samfylkingu, sagði að þegar
svo alvarlegur úrskurður lægi fyrir væri eðli-
legt að forsætisráðherra veitti Alþingi skýr-
ingar. - pg
Stjórnarandstæðingar segja yfirlýsingu Jóhönnu vegna brota á jafnréttislögum „húmbúkk og yfirklór“:
Staða Jóhönnu sögð neyðarleg og alvarleg
JAFNRÉTTI Sama dag og settar voru siðareglur um faglegar
mannaráðningar féll úrskurður um brot forsætisráðherra á jafn-
réttislögum, sagði Þorgerður Katrín á Alþingi í gær.
JAFNRÉTTISMÁL Jóhanna Sigurðar-
dóttir forsætisráðherra braut jafn-
réttislög þegar hún gekk framhjá
kvenkyns umsækjanda við ráðn-
ingu í stöðu skrifstofustjóra í
ráðuneytinu samkvæmt úrskurði
kærunefndar jafnréttismála.
Jóhanna skipaði Arnar Þór Más-
son í embætti skrifstofustjóra á
skrifstofu stjórnsýslu- og sam-
félagsþróunar í ráðuneytinu í júní
síðastliðnum. Anna Kristín Ólafs-
dóttir, sem einnig sótti um stöð-
una, kærði niðurstöðuna til kæru-
nefndar jafnréttismála.
Í úrskurði nefndarinnar segir
að forsætisráðuneytið hafi ekki
geta sýnt fram á að aðrar ástæð-
ur en kynferði hafi legið að baki
því að Arnar hafi fengið starfið en
ekki Anna. Nefndin telur Arnar og
Önnu í það minnsta jafn hæf til
að gegna stöðunni, og gefur lítið
fyrir ráðningarferli ráðuneytisins.
Í niðurstöðum úrskurðar-
nefndar innar segir að menntun
Önnu hafi hentað betur en mennt-
un Arnars, og að starfsreynsla
þeirra hljóti að teljast jöfn. Þá
kemur þar fram að Anna hafi
vinninginn þegar komi að leið-
togahæfileikum, enda hafi hún
haft mannaforráð í fyrri störfum,
ólíkt Arnari.
Ráðuneytið fékk sjálfstætt
starfandi sérfræðing til að koma
að ráðningarferlinu. Ráðgjafinn
tók viðtöl við þá umsækjendur
sem taldir voru hæfastir, og gaf
þeim stig í mismunandi flokkum
eftir svörum þeirra í viðtölunum.
Í úrskurði úrskurðarnefndar-
innar segir að ekki liggi fyrir
greinargóðar upplýsingar um svör
umsækjenda, né hvernig svörin
hafi verið metin. Því verði niður-
staða nefndarinnar ekki byggð á
mati ráðgjafans á frammistöðu
umsækjenda í viðtölum.
Í yfirlýsingu sem forsætisráðu-
neytið sendi frá sér í gær segir að
faglega hafi verið staðið að ráðn-
ingunni. Til stendur að boða Önnu
til fundar í ráðuneytinu til að fara
yfir málið.
„Það var samhljóma niðurstaða
embættismanna og ráðgjafa, að sá
sem skipaður var væri hæfastur
til þess að gegna embættinu og
var sú niðurstaða kynnt fyrir ráð-
herra,“ segir í yfirlýsingu ráðu-
neytisins.
„Einu afskipti ráðherra við
undir búning skipunar var að
leggja áherslu á að hæfasti
umsækjandinn væri skipaður
og sérstaklega væri að því gætt
að jafnréttislög væru í alla staði
virt,“ segir þar enn fremur.
Samkvæmt yfirlýsingu ráðu-
neytisins var Anna fimmta í röð-
inni í hæfnismati sem gert var
áður en skipað var í stöðuna en
Arnar var í fyrsta sæti.
Jóhanna varð ekki við óskum
Fréttablaðsins um að veita við-
tal vegna málsins í gær. Í samtali
við fréttastofu Stöðvar 2 sagðist
hún vera með hreina samvisku,
og að henni þætti miður hefðu
jafnréttis lög verið brotin.
Þá benti Jóhanna á að hún hefði
eflaust hlotið mikla gagnrýni hefði
hún ráðið Önnu. Hún hefði verið í
fimmta sæti yfir umsækjendur,
væri meðlimur í Samfylkingunni
og fyrrverandi aðstoðarmaður
Þórunnar Sveinbjarnardóttur í
ráðherratíð Þórunnar í umhverfis-
ráðuneytinu. brjann@frettabladid.is
Gengið framhjá hæfri konu
Kærunefnd jafnréttismála telur að forsætisráðherra hafi brotið gegn jafnréttislögum við skipan í stöðu
skrifstofustjóra. Ráðherra segist með hreina samvisku og segir kalrkyns umsækjanda hafa verið hæfari.
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra kallaði eftir afsögn Björns Bjarna-
sonar, þáverandi dómsmálaráðherra, árið 2004 eftir að kærunefnd jafn-
réttismála úrskurðaði að ráðherrann hefði brotið gegn jafnréttislögum með
skipan hæstaréttardómara.
„Hjá öðrum lýðræðisþjóðum hefði ráðherra sem brýtur svo gróflega lög
og reglur verið látinn fjúka. En hér á landi er allt leyfilegt hjá ráðherrunum
og þeir komast upp með allt,“ sagði Jóhanna á þingi árið 2004.
„Hæstvirtur ráðhera gerir ekkert með að hann er ekki einasta sekur
um brot á jafnréttislögum heldur gengur hann á svig við jafnréttisákvæði
stjórnarskrárinnar og jafnræðisreglur stjórnsýslulaga,“ sagði hún jafnframt.
„Hver er pólitísk ábyrgð ráðherrans? Er henni fullnægt að mati ráðherra
með því að brotaþola verði dæmdar skaðabætur eða á ráðherra að segja af
sér,“ sagði Jóhanna á þingi árið 2004.
Kallaði eftir afsögn ráðherra árið 2004
Arndís Ósk Jónsdóttir mannauðs-
ráðgjafi, sem kom að ráðningunni
í starf skrifstofustjóra forsætisráðu-
neytisins, gagnrýnir vinnubrögð
kærunefndar um jafnréttismál
harðlega í greinargerð sem hún
sendi ráðuneytinu í gær. Hún segir
ráðningarferlið hafa verið faglegt.
„Þar til að kærunefnd jafnréttis-
mála getur sýnt fram á hvaða
fræðilegi bakgrunnur stendur að
baki mati nefndarinnar má líta svo
á að skilaboð hennar séu þau að
á Íslandi eigi ekki að vinna faglega
að undirbúningi ráðninga hjá hinu
opinbera,“ segir í greinargerðinni.
Faglega staðið að
ráðningu Arnars
VEÐURSPÁ
Alicante
Basel
Berlín
Billund
Frankfurt
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
London
Mallorca
New York
Orlando
Ósló
París
San Francisco
Stokkhólmur
HEIMURINN
Vindhraði er í m/s.
Hitastig eru í °C.
Gildistími korta er um hádegi.
14°
16°
15°
14°
18°
19°
9°
9°
20°
16°
18°
6°
29°
10°
18°
13°
2°
Á MORGUN
Hæglætisveður.
HELGARVEÐRIÐ
5-10 m/s.
3
3
6
4
-2
-3
-3
-1
-1
-1
0
7
8
6
4
3
6
5
7
4
13
7
2 2
2
5
6
7
8
4
44
RÓLEGT VEÐUR
Vorið mun loksins
láta á sér kræla
næstu daga og
verður líklega víða
orðið frostlaust á
láglendi á morgun.
Lítur út fyrir að
hitinn um helgina
verði á bilinu
3-10°C, mildast
syðst. Veður verður
almennt nokkuð
þurrt og bjart og
vindur hægur.
Elísabet
Margeirsdóttir
veður-
fréttamaður
RÁÐHERRA BROTLEGUR Jóhanna Sigurðardóttir kallaði árið 2004 eftir afsögn
þáverandi dómsmálaráðherra eftir að kærunefnd jafnréttismála úrskurðaði að hann
hefði brotið gegn jafnréttislögum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
JAFNRÉTTISMÁL „Mér finnst þessi
niðurstaða vera áfellisdómur yfir
stjórnsýslu forsætisráðuneytis ins,“
segir Anna Kristín Ólafsdóttir,
sem kærði ráðn-
ingu forsætis-
ráðuneytisins
til kærunefndar
jafnréttismála.
„Kærunefnd-
in tekur undir
öll þau atriði
sem ég setti
fram í minni
kæru og setur
stórt spurning-
armerki við málsmeðferðina og
það mat sem var unnið á umsækj-
endum,“ segir Anna. Hún segist
ekki hafa ákveðið hvort hún ætli að
krefja forsætisráðuneytið bóta en
segir það vissulega möguleika.
„Mér fyndist það forkastanlegt
ef ráðherra ætlaði sér að hundsa
úrskurð kærunefndarinnar,“ segir
Anna. „Ég tel að sá hroki sem
kemur fram í yfirlýsingu forsætis-
ráðuneytisins dæmi sig sjálfur.“
Anna segir það ánægjulegt að
nefndin hafi úrskurðað sér í hag,
það skipti miklu fyrir konur jafnt
sem karla að úrræði á borð við
þessi séu virk. - bj
Kærði á jafnréttisforsendum:
Áfellisdómur
yfir ráðuneyti
ANNA KRISTÍN
ÓLAFSDÓTTIR
FJÖLMIÐLAR DV ætlar ekki að fall-
ast á kröfu sýslumanns um að
blaðið skili gögnum um dóttur-
félag Landsbankans. Reynir
Traustason, ritstjóri blaðsins,
segir um svívirðilega aðför að
heimildarmönnum að ræða.
Sýslumaðurinn samþykkti á
þriðjudag lögbann á umfjöllun
DV um fjárfestingarfélagið
Horn, dótturfélag Landsbankans.
Sýslumaður telur gögn sem blað-
ið hefur um félagið trúnaðargögn
sem beri að skila. - kdk
Lögbannskrafa gegn DV:
Láta ekki gögn