Fréttablaðið - 24.03.2011, Blaðsíða 16
24. mars 2011 FIMMTUDAGUR16 16
hagur heimilanna
Senn líður að fermingum
þeirra barna sem fædd
eru árið 1997. Fjölskyldur
um land allt standa nú í
ströngu við skipulagningu
fjölmennra veisluhalda. En
hvað kostar að halda ferm-
ingarveislur í dag?
Viðburðaþjónustan Practical
aðstoðaði Fréttablaðið við lauslega
kostnaðaráætlun íslenskrar ferm-
ingarveislu.
Sé gert ráð fyrir því að þeir
vinir og ættingjar sem koma í
fermingarveisluna séu um 70, má
gera ráð fyrir tæpum 300 þúsund
krónum í heildarkostnað. Er þar
miðað við að veisluhaldarar kaupi
inn og lagi matinn sjálfir, fyrir
utan eina aðkeypta fermingar-
köku.
Aníta Ólafsdóttir, verkefnastjóri
hjá Practical, segir að við skipu-
lagningu stórs viðburðar sem
þessa gerist það oft að fólk reikni
dæmið ekki alveg til enda.
„Við göngum oft út frá því að það
sé ódýrara að gera hlutina sjálf,“
segir Aníta. „En þá gleymist að
áætla allt það hráefni sem þarf
að kaupa inn auk tímans sem fer
í undirbúning.“
Aníta segist hafa heyrt af vina-
hópum og saumaklúbbum sem
hafa skipt verkefnum á milli sín
þegar kemur að veislum barnanna.
„Það er mjög sniðugt og þannig
má að sjálfsögðu deila kostnaði og
því álagi sem fylgir undirbúningi.“
Valmöguleikarnir sem fólk
stendur frammi fyrir þegar skipu-
leggja á fermingarveislu eru ótal-
margir. Hver og ein fjölskylda
verður að meta hvernig hún vill
verja tímanum sínum áður en
veislan gengur í garð.
Í kostnaðaráætlun Fréttablaðs-
ins og Practical er gert ráð fyrir
1.000 krónum í mat fyrir hvern
gest.
sunna@frettabladid.is
Venjuleg veisla
kostar 250.000
Á FERMINGARDAGINN Að mörgu er að huga þegar kemur að fermingu barna og er
sjálf athöfnin einungis lítill partur af því sem koma skal á fermingardaginn.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Lauslega áætlaður kostnaður við fermingarveislu
Efni Kostnaður Miðað við
Salarleiga 70.000 krónur Sal fyrir 70 til 80 manns þar sem leyfilegt er
að koma með veitingar með sér.
Matur 70.000 krónur Hráefniskostnað (tertur og drykkur) sem
samsvarar 1.000 krónum á mann,
heimatilbúinn matur.
Þjónusta í sal 12.000 krónur Einn starfsmaður í 4 klukkutíma
Kransakaka 31.500 krónur Miðað við 450 krónur á mann (aðkeypt)
Boðskort 16.350 krónur Hönnun, prent og umslög (50 stykki) og
póstburðargjald.
Skreytingar 35.000 krónur Miðað við servíettur, kerti, gestabók og
skreytingar á matarborð
Alls kostnaður við veislu: 234.850 krónur
Athugið að ofangreint er einungis áætlaður meðalkostnaður við keypta þjónustu og vörur.
Lauslega áætlaður
kostnaður fermingar-
fatnaðar
Stúlka Kostnaður
Kjóll 11.000 krónur
Sokkabuxur 3.000 krónur
Skór 10.000 krónur
Fatnaður stúlku: 24.000 krónur
Drengur
Jakkaföt 25.000 krónur
Skyrta 6.000 krónur
Bindi 3.000 krónur
Skór 10.000 krónur
Fatnaður drengs: 44.000 krónur
Friðrik Skúlason, stofnandi og framkvæmdastjóri sam-
nefnds upplýsingatæknifyrirtækis, er ekki í vafa um hver
séu hans bestu kaup á ævinni. „Bestu kaupin eru skrif-
borðsstóllinn sem ég er búinn að eiga í um þrjátíu ár,
allt frá því á unglingsárum,“ segir hann eftir ekki nema
andartaksumhugsun. „Þetta er Brabert-stóll sem ég keypti
í Pennanum á sínum tíma. Stólar þessir voru þvílík
gæðavara að menn keyptu aldrei nema
einn, en því miður hætti fyrirtækið að
framleiða svona góða stóla,“ segir hann
og býður í grun að ekki hafi verið gott
fyrir vöruveltuna að stólarnir entust
svona von úr viti. „Sem er náttúrlega
skaði fyrir menn eins og mig sem
eru tilbúnir að greiða aðeins meira
fyrir gæðavöru.“ Stóllinn átti annars
í samkeppni við steikarpönnuna sem
enst hefur vel hjá Friðriki. „Hana keypti ég
mér þegar ég flutti að heiman fyrir allt of
mörgum árum.“
Lengri tíma tók Friðrik að
rifja upp verstu kaupin, því
alla jafna fer hann varlega
í innkaupum og kveðst
„íhaldssamur“ í þeim
efnum. Margir hafa farið
út af sporinu í bíla-
kaupum, en það á ekki við um Friðrik. „Ég keyri á fimmtán
ára gömlum bíl. Það eina sem skröltir í honum er klinkið í
vasanum hjá mér.“
Akkillesarhæll Friðriks er hins vegar tækjadellan. „Flest
tæki sem ég kaupi nota ég, en á því er ein undantekning.
Tæki sem ég nota aldrei og hef ekki einu sinni tekið úr
kassanum. Það er GPS-tækið sem ég fékk mér fyrir tíu
árum og ætlaði að nota mikið þegar maður væri á
þvælast um á ókunnum slóðum og annað slíkt.“
Friðrik segir tækið hafa verið fokdýrt, enda með
þeim flottustu á markaðnum á sínum tíma. „En
svo komst ég nefnilega að því að ég er ekkert
að þvælast á stöðum sem ég þekki ekkert á.
GPS-tæki þarf ég ekki hérna innanbæjar eða
þegar maður er að skjótast í sumarbústaðinn
og slíkt. Ég hef sumsé aldrei þurft að nota
tækið og þar sem ég hef enga þörf haft fyrir
það þá hef ég ekki talið ástæðu til
að setja það í bílinn eða
annars staðar. Þannig að
tækið situr enn í sínum
kassa, er örugglega
í toppstandi og
verður kannski
safngripur eftir
einhverja áratugi.“
- óká
NEYTANDINN: FRIÐRIK SKÚLASON FRAMKVÆMDASTJÓRI
Áratug síðar er GPS-tækið enn ónotað
Töfralyfið Alka-Seltzer er til
margra hluta nytsamlegt og
ekki bara til að sefa höfuðverk
og magakvilla.
Virk efni í lyfinu eru nefnilega
gagnleg þegar kemur að því að
losna við erfið óhreinindi. Til
dæmis er hægt að setja nokkrar
töflur í kaffivél og láta hana
ganga einn umgang. Eftir það
er hún látin ganga öðru sinni
með hreinu vatni og ætti hún
eftir það að vera orðin hrein rétt
eins og ný. Einnig má nýta Alka-
Seltzer til að losa stíflur í vaski
með því að setja þrjár töflur í stíflað niðurfall og hella bolla af ediki á eftir.
Eftir nokkrar mínútur ætti blandan að vera búin að losa stífluna þannig að
heitt vatn ætti að skola öllu burt.
GÓÐ HÚSRÁÐ Töfralyfið Alka-Seltzer
til margra hluta nytsamlegt á heimilinu.
HOLTAGÖRÐUM GLÆSIBÆ KRINGLUNNI SMÁRALIND WWW.UTILIF.IS
FERÐAÆVINTÝRI
Í FERMINGARGJÖF
ÍS
LE
N
SK
A
/S
IA
.I
S
/U
TI
5
42
12
0
3/
11
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins vill setja ströng markmið um að bensín- eða olíuknúnar bifreiðum verði
fækkað um helming í borgum aðildarríkjanna fyrir árið 2030. Eftir það verði þeim enn fækkað jafnt og þétt til ársins
2050, þegar slík farartæki eiga ekki að sjást lengur í borgum aðildarríkjanna. Þetta kemur fram í skýrslu sem birt
verður á mánudag.
■ Eldsneyti
ESB vill bensínbílana burt
485 KRÓNUR ER MEÐALKÍLÓVERÐIÐ Á KJÖTFARSI um þessar mundir. Það er um 50 krónum lægra en fyrir tveimur
árum en svipað og það var árið 2005.