Fréttablaðið - 24.03.2011, Blaðsíða 60

Fréttablaðið - 24.03.2011, Blaðsíða 60
24. mars 2011 FIMMTUDAGUR44 folk@frettabladid.is 120 MILLJÓNUM íslenskra króna hefur Miley Cyrus eytt í föt og annað glingur á árinu, samkvæmt fjölmiðlum vestanhafs. Þá ku hún hafa keypt lítinn hlut í einkaþotu. Merkilegum kafla í stjörnu- sögu Hollywood lauk í gær þegar tilkynnt var að Elizabeth Taylor væri látin. Taylor er ein helsta og umdeildasta kvikmynda- stjarna draumaborgarinnar fyrr og síðar. Umboðsmaður Elizabeth Taylor greindi frá því í gær að Taylor hefði látist á Cedars-Sinai sjúkra- húsinu í Los Angles. Andlát henn- ar hefði verið kyrrlátt og hún hefði ekki kvalist. Taylor varð 79 ára að aldri en hún hafði glímt við langvarandi veikindi. Taylor var lögð inn á spítala fyrir sex vikum vegna hjartasláttartruflana en læknum virtist hafa tekist að ná tökum á því vandamáli. „Við bund- um því vonir við að Taylor myndi snúa aftur heim innan skamms en það átti augljóslega ekki að verða,“ hefur CNN eftir talsmanni leik- konunnar. Sigríður Pétursdóttir, umsjónar- kona kvikmyndaþáttarins Kvik- unnar, segir þetta hafa eingöngu verið tímaspursmál hvenær Taylor hyrfi yfir móðuna miklu. „Ég er búin að vera tilbúin með minn- ingargreinina ofan í skúffu í mörg ár.“ Hún segir kannski sorgleg- ast hversu skrumskæld minn- ing Taylor er, það vilji nefnilega stundum gleymast hversu frábær leikkona hún hafi verið. „Hún var auðvitað fyrirferðarmikil á öðrum sviðum, ástarsambandið við Rich- ard Burton, vinasambandið við Michael Jackson, lygileg sjúkra- saga og allt þar á milli. En hún var líka frábær listamaður.“ Sigríður vonast til þess að fólk snúi sér að kvikmyndum Elizabeth nú þegar hún er farin á vit feðra sinna. „Ef fólk vill rifja upp barnakvikmynd- irnar hennar þá ættu þeir að kíkja á Little Women frá 1949 og Lassie. Og svo ætti fólk að horfa á Father of the Bride þar sem Elizabeth er ung kona.“ Sigríður bendir síðan áhugafólki um þungavigtar myndir á Hver er hræddur við Virginiu Wolf? og Köttur á heitu tinþaki séu hálfpartinn skylduáhorf. „Ég vonast til þess og mælist til þess að fólk kynni sér þessar myndir hennar.“ Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir leikkona, lék Mörtu í uppsetningu Þjóðleikhússins á Hver er hræddur við Virginiu Wolf? árið 2001. Hún segist reyndar ekki hafa horft á myndina fyrr en eftir frumsýn- ingu en Elizabeth Taylor var í miklu uppáhaldi hjá henni sem barni. „Ég átti dúkkulísur með henni, hún var náttúrlega barna- stjarna og átti ömurlega æsku sem hún var ekki öfundsverð af. Ég man alltaf eftir því þegar hún byrjaði með grínistanum Eddie Fischer, sem var giftur maður, því þá setti ég Elizabeth-dúkkuna í skammakrókinn. Hún fékk síðan að koma út úr honum þegar hún byrjaði með Burton,“ segir Lilja og hlær en hún lék einnig í Ótemj- unni eftir Shakespeare og þá sama hlutverk og Taylor fékk Bafta- verðlaunin fyrir. Lilja segir Liz hafa verið stórbrotinn karakter sem hafi sveimað yfir öllu og hún hafi eflaust haft eitthvað með það að gera að hún leiddist útí leiklist. „Mér fannst alltaf fallegt hvern- ig hún hugsaði um minnimáttar og maður velti því fyrir sér hvað hún hefði orðið stór ef hún hefði ekki verið ofurseld kvikmynda- verunum.“ Taylor beitti sér mjög fyrir rétt- indabaráttu samkynhneigðra og var einnig lengi vel andlit stríðs- ins við alnæmi. Páll Óskar Hjálm- týsson segir hana klárlega vera á topp fimm-listanum yfir svo- kölluð „gay icon“. „Saga hennar er náttúrlega ótrúleg, hún þurfti að berjast svo oft við dauðann en reis alltaf upp. Og svo þróast hún náttúrlega frá því að vera saklaus dúkkulísa yfir í að taka að sér þungavigtarhlutverk.“ Páll segir að þegar Rock Hudson hafi dáið úr alnæmi hafi Taylor brett upp ermarnar og farið að vinna fyrir þann málstað. „Og henni fannst alltaf ógeðslegt hvernig leikarar í Hollywood töluðu um samkyn- hneigða,“ segir Páll og vitnar í fleyg orð leikkonunnar: „Ef það væru engir hommar, þá væri ekk- ert Hollywood.“ freyrgigja@frettabladid.is Kvikmyndastjarna kveður MIKIL STJARNA Elizabeth Taylor lést í gær eftir langa baráttu við alls- kyns sjúkdóma. Kvikmyndaskríbentinn Sigríður Péturs- dóttir segist vonast til þess að menn dusti rykið af glæsilegum ferli hennar og Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir leikkona telur hana hafa verið stórbrotinn persónu- leika. Páll Óskar Hjálmtýsson bendir á að þegar Rock Hudson hafi dáið úr alnæmi hafi það verið Liz Taylor sem bretti upp ermarnir í stríðinu gegn sjúkdómnum. Hjartaknúsarinn Justin Bieber er mikill hrekkja- lómur og fréttir af uppátækjum hans birtast reglulega. Bieber ákvað á dögunum að hrekkja ungstirn- ið Willow Smith, en hún hitar upp fyrir hann á tónleikaferðalaginu My World. Á fyrstu tónleik- unum stökk hann á sviðið vopnaður kúabjöllu og trommukjuða þegar hún var að syngja smellinn Whip My Hair. Smith tók gríninu vel og lét Bieber ekki slá sig út af laginu. Grínið sýndi reyndar líka að Bieber er ekki með mikinn takt í sér. Bieber hrekkir Smith FLIPPARI Justin Bieber er mikill hrekkjalómur en sló Willow Smith ekki út af laginu. Bono, söngvari írsku hljómsveitarinnar U2, reyndi á dögunum að gefa vegfarendum í New York nokkur eintök af nýju plöt- unni með REM, Collapse Into Now. Samkvæmt dagblaðinu New York Post var Bono að fagna fimmtugsafmæli eiginkonu sinnar síðasta laugardag á veitingastaðnum Osteria Morini. Á meðal gesta þeirra hjóna voru fyrirsætan Helena Christensen, The Edge, gítarleikari U2, og Michael Stipe, söngvari REM. Eftir mat- inn stökk Bono út með nokkur ein- tök af plötu REM. Samkvæmt heimildarmönnum New York Post hundsuðu vegfar- endur Bono og töldu að þar væri sturlaður maður á ferð. Fjölmarg- ir höfðu neitað að taka við plötu frá Bono þegar ung stúlka þekkti hann og þáði eintak. Vegfarendur hundsa Bono HUNDSAÐUR Bono reyndi að gefa eintök af nýrri plötu REM í New York. Það gekk ekki vel. Hundum lýður betur með hreinan feld. Ný formúla þróuð af alvöru vísindamö- nnum í USA og Kanada. Hreinsar og nærir og skilar allt að 18% meiri gljáa en helsti samkeppnisaðilinn. Hundurinn þinn á það besta skilið. (má líka nota á ketti) V úf f V af f - H un da sj am bó ww w. fa ce bo ok .c om /e nn em m ad
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.